STAFRÆN MYNDAVÉL Notendahandbók Hvers lags afritun á þessari handbók í heilu lagi eða í hlutum (nema í stuttum tilvitnunum í ritdómum eða úttektum), er bönnuð án skriflegs leyfis frá NIKON CORPORATION.
Hvar á að leita Finndu það sem þú leitar að í: i Efnisyfirlit ➜ 0 vi–xi ➜ 0 ii–v Finndu atriði samkvæmt aðgerð eða valmyndarheiti. i Atriðaorðaskrá fyrir spurt og svarað Veistu hvað þig langar að gera en veist ekki hvað aðgerðin heitir? Leitaðu að því í „spurt og svarað“ atriðaorðaskránni. i Atriðaorðaskráin ➜ 0 232–234 ➜ 0 221–223 Leitað eftir leitarorði. i Villuboð Ef viðvörun birtist í leitaranum eða á skjánum, þá finnurðu lausnina hér.
Atriðaorðaskrá fyrir spurt og svarað 0 Efnisyfirlit 0 vi X Inngangur 0 s Almenn ljósmyndun og spilun 0 27 x Myndir rammaðar á skjánum (Skjáleit) 0 41 y Að taka upp og skoða hreyfimyndir 0 49 z Meira um ljósmyndun (öll snið) 0 53 t P, S, A, og M snið 0 79 I Meira um spilun 0 115 Q Tengingar 0 131 o Spilunarvalmyndin 0 146 i Tökuvalmynd 0 148 L Sérsniðnar stillingar 0 153 g Uppsetningarvalmyndin 0 165 u Lagfæringavalmyndin 0 174 w Nýlegar stillingar / v Valmyndin mín 0 190 n Tæ
Atriðaorðaskrá fyrir Spurt og Svarað Finndu það sem þú ert að leita að með því að nota þessa „spurt og svarað“ atriðaorðaskrá.
❚❚ Myndataka Leitarorð 0 Er til fljót og auðveld leið til að taka skyndimyndir? Sjálfvirkir hamir 28–32 Hvernig get ég breytt stillingum fyrir mismunandi umhverfissenur á fljótan hátt? Umhverfissnið 33–38 Spurning Get ég rammað inn myndir með skjánum? Get ég stillt sjónarhorn skjásins til að auðvelda römmun? Get ég tekið hreyfimyndir? Skjáleit 41–47 45 Taka upp hreyfimyndir 50–51 Hvernig tek ég myndir sem ég vil prenta á stóru sniði? Hvernig get ég komið fleiri myndum fyrir á minniskortinu? My
❚❚ Skoða, lagfæra og prenta ljósmyndir Leitarorð 0 Spilun 39, 116 Eyða ljósmyndum 40, 126–128 Aðdráttur í myndaskoðun 124 Vörn 125 Get ég skoðaða ljósmyndir í sjálfvirkri skyggnusýningu? Slide show (Skyggnusýning) 129 Get ég skoðaða ljósmyndir á HD eða venjulegum sjónvarpsskjá? Skoða í sjónvarpi 132–133 Spurning Hvernig skoða ég ljósmyndir á myndavélinni? Hvernig eyði ég ljósmyndum sem ég kæri mig ekki um? Get ég aukið aðdrátt í myndum á meðan á spilun stendur? Get ég komið í veg fyrir að myn
❚❚ Valmyndir og stillingar Spurning Hvernig nota ég valmyndirnar? Hvernig fæ ég hjálp með valmynd eða skilaboð? Hvernig breyti ég stillingum? Hvernig endurstilli ég á sjálfgefnar stillingar? Hvernig stilli ég klukku myndavélarinnar? Hvernig kem ég veg fyrir endurstillingu skrárnúmers þegar nýtt minniskort er sett í? Leitarorð 0 Notkun valmynda 13–15 Hjálp 13 Villuboð 221 Upplýsingaskjámyndin 8, 9 Stjórnskífan 10–12 Valmyndir 145–192 Tveggja hnappa endurstilling 78 Time zone and date (Tíma
Efnisyfirlit Atriðaorðaskrá fyrir Spurt og Svarað .................................................................................. ii Öryggisatriði.............................................................................................................................. xii Tilkynningar.............................................................................................................................. xiv Inngangur 1 Yfirlit ..................................................................
s Party/Indoor (Veisla/innandyra)...............................................................................35 t Beach/Snow (Strönd/snjór) .......................................................................................36 u Sunset (Sólsetur)............................................................................................................36 v Dusk/Dawn (Ljósaskipti) .............................................................................................
P, S, A, og M snið 79 Lokarahraði og ljósop ............................................................................................................80 Snið P (Programmed Auto (forritað sjálfvirkt kerfi)) .................................................. 81 Snið S (Shutter-Priority Auto (Sjálfvirkur forgangur lokara)) .................................. 82 Snið A (Aperture-Priority Auto (Sjálfvirkur ljósopsforgangur)).............................. 83 Snið M (Manual (Handvirkt)).........................
Tengst við tölvu..................................................................................................................... 134 Áður en myndavél er tengd ............................................................................................. 134 Myndavél tengd ................................................................................................................... 135 Prentun ljósmynda.................................................................................................
d7: Live View Display Options (Valkostir fyrir skjáleitarskjámynd).................161 e: Bracketing/Flash (Frávikslýsing/flass).......................................................................162 e1: Flash Cntrl for Built-in Flash (Flassstýring fyrir innbyggt flass).................162 e2: Auto Bracketing Set (Sjálfvirk frávikslýsing stillt)...........................................162 f: Controls (Stýringar) ...........................................................................................
Tæknilýsing 193 Samhæfar linsur .................................................................................................................... 194 Samhæfar CPU linsur .......................................................................................................... 194 Samhæfar linsur sem ekki eru CPU................................................................................ 195 Auka flassbúnaður (Speedlights) ............................................................................
Öryggisatriði Til að koma í veg fyrir skemmdir á Nikon vörunni þinni eða slys á þér eða öðrum, skaltu lesa þessar varúðarleiðbeiningar í heild sinni áður en þú notar þennan búnað. Geymdu þessar varúðarleiðbeiningar þar sem allir þeir sem munu nota vöruna geta lesið þær. Mögulegar afleiðingar þess að fara ekki eftir þeim varúðarráðstöfunum sem taldar eru upp í þessum hluta eru gefnar til kynna með eftirfarandi tákni: Þetta tákn merkir viðvaranir.
A Gættu varúðar við meðhöndlun rafhlaðanna Rafhlöður geta lekið eða sprungið séu þær ekki rétt meðhöndlaðar. Fylgdu eftirfarandi varúðarleiðbeiningum við meðhöndlun rafhlaðanna sem notaðar eru fyrir þessa vöru: • Eingöngu skulu notaðar rafhlöður sem samþykktar hafa verið til notkunar með þessu tæki. • Ekki má valda skammhlaupi í rafhlöðunni eða taka hana í sundur. • Gakktu úr skugga um að slökkt sé á búnaðinum áður en skipt er um rafhlöðu.
Tilkynningar • Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumál í nokkru formi neina hluta þeirra handbóka sem fylgja þessari vöru, án þess að fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi frá Nikon. • Nikon áskilur sér rétt til þess að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og hugbúnaðar sem lýst er í þessum handbókum hvenær sem er og án frekari fyrirvara. xiv • Nikon tekur enga ábyrgð á skemmdum sem gætu komið til vegna notkunar þessarar vöru.
Tilkynning til viðskiptavina í Evrópu VARÚÐ HÆTTA Á SPRENGINGU EF RAFHLÖÐUNNI ER SKIPT ÚT MEÐ RANGRI GERÐ. FARGIÐ NOTUÐUM RAFHLÖÐUM SAMKVÆMT LEIÐBEININGUNUM. Þetta tákn gefur til kynna að þessari vöru verði safnað sérstaklega. Eftirfarandi á einungis við um notendur í Evrópulöndum: • Þessi vara er ætluð til sérstakrar söfnunar á viðeigandi söfnunarstöðum. Má ekki henda með venjulegu heimilisrusli. • Nánari upplýsingar má fá hjá umboðsaðila eða staðaryfirvöldum sem sjá um úrvinnslu sorps.
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð Athuga skal að það að hafa undir höndum efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni myndavél eða öðru tæki getur verið refsivert samkvæmt lögum. • Hlutir sem bannað er samkvæmt lögum að afrita eða endurgera Ekki afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf sem gefin eru út af staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða endurgerðir séu stimplaðar „Sýnishorn“.
XInngangur Þessi kafli inniheldur upplýsingar sem þú þarfnast áður en myndavélin er notuð. Þar á meðal eru orð yfir ýmsa hluta myndavélarinnar, hvernig nota á valmyndir myndavélarinnar og hvernig eigi að gera myndavélina tilbúna til notkunar. Yfirlit ................................................................................................................................ 2 Lært á myndavélina ......................................................................................................
Yfirlit Þakka þér fyrir að festa kaup á stafrænni Nikon spegilmyndavél (SLR). Til að fá sem mest út úr myndavélinni þinni, skaltu lesa allar leiðbeiningar vandlega og geyma þær þar sem allir sem munu nota vöruna geta lesið þær. ❚❚ Tákn og venjur Til að auðvelda leit að upplýsingum eru eftirfarandi tákn og venjur notuð: X D Þetta tákn merkir viðvörun; upplýsingar sem ætti að lesa fyrir notkun til að koma í veg fyrir skemmdir á myndavélinni.
Lært á myndavélina Taktu þér augnablik til að kynna þér stýringar og skjámyndir myndavélarinnar. Hugsanlega viltu setja bókamerki við þennan hluta svo þú getir leitað til hans á meðan þú lest í gegnum hina hluta handbókarinnar. Myndavélarhús 11 1 21 2 3 X 22 12 4 5 6 13 7 8 14 23 15 24 9 16 25 17 10 18 19 20 1 Stilliskífa .....................................5 2 Brenniflatarmerki (E) ..........61 3 R (Upplýsingar) hnappur.....8 Tveggja hnappa endurstilling ........................
Myndavélarhús (framhald) 2 1 11 12 13 X 3 14 15 4 16 5 6 17 18 19 7 20 8 21 9 22 10 1 Augngler leitara .................... 25 7 W (Smámynd/minnka aðdrátt í spilun) 2 DK-24 gúmmí utan um hnappur..............................122 augngler Q (Hjálp) hnappur..................13 3 Skjár Stillingar skoðunar ...............8 8 X (Minnka aðdrátt í spilun) hnappur..............................124 Skjáleitari ............................. 41 Skoða myndir......................
Stilliskífan Myndavélin býður upp eftirfarandi tökusnið: ❚❚ P, S, A og M snið Veldu þessi snið til að fá algjöra stjórn yfir myndavélarstillingunum. P—Programmed auto (Forritað sjálfvirkt kerfi) (0 81): Myndavélin stýrir lokarahraða og ljósopi, notandi stýrir öðrum stillingum. A—Aperture-priority auto (Sjálfvirkur ljósopsforgangur) (0 83): Stilltu ljósop til að mýkja atriði í bakgrunni eða til að auka dýptarskerpu til að fá fókus á bæði aðalmyndefnið og bakgrunn.
Leitarinn 1 X 5 6 7 2 3 4 8 9 15 10 11 16 17 12 13 14 19 20 18 1 Hnitanet rammans (sýnt 9 Ljósop (f-númer)............. 83, 84 þegar On er valið fyrir 10 Rafhlöðuvísir...........................28 sérsniðna stillingu d2) .... 158 11 Vísir frávikslýsingar .............103 2 Viðmiðunarhringur fyrir 12 Fjöldi mynda sem hægt er að miðjusækna taka ........................................29 ljósmælingu ........................ 88 Fjöldi mynda sem hægt er að 3 „Ekkert minniskort“ vísir....
Skjárinn Skjárinn opnast út um 180° og honum er hægt að snúa 180° til vinstri eða 90° til hægri eins og sýnt er að neðan, þannig er hægt að snúa skjánum fyrir ljósmyndun með háu eða lágu sjónarhorni eða snúa honum að andliti notandans fyrir sjálfsmyndir (0 45). X 180° 90° 180° ❚❚ Tökustaða Í öðrum aðstæðum, er hægt að geyma skjáinn utan á myndavélarhúsinu með því að opna hann út og snúa um 180° til vinstri áður en hann er lagður aftur að myndavélarhúsinu.
Upplýsingaskjámyndin Tökuupplýsingar, þ.á.m. lokarahraði, ljósop og fjöldi mynda sem hægt er að taka, birtist á skjánum þegar ýtt er á R hnappinn. R hnappur X Myndavél snúið 90° til að taka mynd á háu (andlitsmynd) sniði Myndavél snýr venjulega 34 33 32 31 30 29 28 1 34 33 32 31 30 29 28 1 27 26 25 24 23 22 21 20 19 18 2 3 4 5 6 7 8 PSet 9 10 11 12 13 14 15 16 17 3 6 2 8 7 16 17 13 15 14 19 18 10 11 12 27 26 25 24 9 PSet 23 22 1 Tökusnið i sjálfvirkt/j sjálfvirkt (flass slökkt).........
❚❚ Stillingum breytt í upplýsingaskjámynd Til að breyta stillingum fyrir atriði í upplýsingaskjámyndinni, ýttu á P hnappinn. Auðkenndi atriði með fjölvirka valtakkanum og ýttu á J til að skoða valkosti fyrir auðkennt atriði. Sum atriði er einnig hægt að stilla með stjórnskífunni og myndavélarhnöppum (0 10). P hnappur A Skjámyndir fyrir lokarahraða og ljósop Þessar skjámyndir veita myndræna vísun til stöðu lokarahraða og ljósops. Hærri lokarahraði, stórt ljósop (lítið f-númer).
Stjórnskífan Stjórnskífuna er hægt að nota með öðrum stýringum til að breyta úrvali stillinga þegar tökuupplýsingar eru birtar á skjánum. M hnappur: Flasssnið og flassuppbót X E hnappur: ljósop, lýsingaruppbót og flassuppbót Fn (E) hnappur: release mode (raðmyndatökusnið), mynd gæði og stærð, ISO sensitivity (ISO ljósnæmi), white balance (hvít jöfnun), Active D-Lighting (Virk D-lýsing) eða frávikslýsing Stilliskífa Stjórnskífa Veldu umhverfi (h snið; 0 34).
Veldu ljósop (snið M; 0 84). + E hnappur M snið Stilltu lýsingaruppbót (snið P, S og A; 0 90). Stjórnskífa Upplýsingaskjámynd X + E hnappur Snið P, S eða A Stjórnskífa Upplýsingaskjámynd Stjórnskífa Upplýsingaskjámynd Stjórnskífa Upplýsingaskjámynd Veldu flasssnið (0 71). + M hnappur Stilltu flassuppbót (snið P, S, A eða M; 0 92).
Virkni Fn (E) hnappsins er hægt að velja með sérsniðinni stillingu f1 ((Assign E/Fn button (Úthluta E/Fn hnappi); 0 163) og þannig er hægt að breyta eftirfarandi stillingum með því að ýta á Fn (E) hnappinn og snúa stjórnskífunni: + Fn (E) hnappur X Release mode (Raðmyndatökusnið) (0 65) Myndgæði og stærð (0 62) ISO sensitivity (ISO ljósnæmi) (0 74) White balance (Hvítjöfnun) (0 96) Active D-Lighting (Virk D-lýsing) (0 94) Frávikslýsing (0 103) Aflrofinn 12 Snúðu aflrofanum eins og sýnt er til að
Valmyndir myndavélar Flesta töku-, spilunar- og uppsetningarvalkosti er hægt að nálgast í valmyndum myndavélarinnar. Til að birta valmyndirnar, ýttu á G hnappinn.
Notkun valmynda myndavélar Fjölvirki valtakkinn og J hnappur eru notaðir til að fletta í valmyndum myndavélarinnar. Færðu bendilinn upp J hnappur: veldu auðkennt atriði Hætta við og fara aftur á fyrri valmynd X Velja auðkennt atriði eða birta undirvalmynd Færðu bendilinn niður Fylgdu þrepunum fyrir neðan til að flakka um valmyndirnar. 1 Birtu valmyndirnar. Ýttu á G hnappinn til að birta valmyndirnar. G hnappur 2 Auðkenndu táknið fyrir valda valmynd.
4 Staðsettu bendilinn í valinni valmynd. Ýttu á 2 til að staðsetja bendilinn í valinni valmynd. 5 Auðkenndu atriði í valmynd. Ýttu á 1 eða 3 til auðkenna valmyndaratriði. 6 X Birta valkosti. Ýttu á 2 til að birta valkosti fyrir valið atriði í valmynd. 7 Auðkenndu atriði. Ýttu á 1 eða 3 til að auðkenna valkost. 8 Veldu auðkennt atriði. Ýttu á J til að velja auðkennda atriðið. Til að hætta án þessa að velja, ýttu á G hnappinn.
Fyrstu skrefin Hlaða rafhlöðuna Myndavélin gengur fyrir EN-EL9a endurhlaðanlegri litíumrafhlöðu (fylgir). Til að hámarka tökutíma, skaltu hlaða rafhlöðuna í meðfylgjandi MH-23 fljótvirka hleðslutækinu. Það tekur u.þ.b. eina klukkustund og fjörutíu mínútur að fullhlaða rafhlöðuna þegar engin hleðsla er eftir. X 1 Stingdu hleðslutækinu í samband. Stingdu straumbreytistenginu í hleðslutækið og stingdu rafmagnssnúrunni í samband. Fjarlægðu tengjahlífina. Taktu tengjahlífina af rafhlöðunni. 7.
Settu rafhlöðuna í 1 Slökktu á myndavélinni. Aflrofi A Rafhlöður settar í og teknar úr Slökktu alltaf á myndavélinni áður en rafhlöður eru settar í eða teknar úr. X 2 Opnaðu rafhlöðulokið. Losaðu krækjuna (q) og opnaðu (w) rafhlöðulokið. w q 3 Settu rafhlöðuna í. Settu rafhlöðuna í, eins og sýnt er hægra megin. 4 Lokaðu rafhlöðulokinu. D Rafhlaðan og hleðslutækið Lestu og fylgdu viðvörunum og varúðarráðstöfunum á blaðsíðum xii–xiii og 210–211 í þessari handbók.
Linsa sett á Það skal gæta þess að ryk komist ekki inn í myndavélina þegar linsan er tekin af. An AF-S DX NIKKOR 18–55mm f/3,5–5,6G VR linsa er notuð til skýringa í þessari handbók. Brennivíddarkvarði Brennivíddarkvarði CPU-snertur (0 194) Linsulok X Festimerki Botnlok linsu Fókushringur (0 60, 229) Aðdráttarhringur 1 Slökktu á myndavélinni. 2 Fjarlægðu botnlok linsunnar og kveiktu á myndavélinni. 3 Festu linsuna á.
❚❚ Linsan tekin af Vertu viss um að slökkt sé á myndavélinni þegar skipt er um linsu eða linsan tekin af. Til að taka linsuna af, skaltu ýta á og halda inni sleppihnappi linsunnar (q) á meðan þú snýrð linsunni réttsælis (w). Eftir að linsan hefur verið tekin af, láttu lokin aftur á linsuna og myndavélarhúsið.
Grunnuppsetning Tungumálavalgluggi birtist þegar kveikt er á myndavélinni í fyrsta sinn. Veldu tungumál og stilltu tíma og dagsetningu. Ekki er hægt að taka myndir fyrr en búið er að stilla tíma og dagsetningu. 1 Kveiktu á myndavélinni. Tungumálavalgluggi mun birtast. X 2 Veldu tungumál. Ýttu á 1 eða 3 til að auðkenna það tungumál sem óskað er eftir og ýttu á J. 3 Velja tímabelti. Tímabeltisvalgluggi mun birtast.
6 Stilla dagsetningu og tíma. Glugginn sem sýndur er til hægri mun birtast. Ýttu á 4 eða 2 til að velja atriði, 1 eða 3 til að breyta. Ýttu á J til að stilla klukkuna og hætta og fara aftur í tökusnið. A Uppsetningarvalmyndin Stillingum fyrir tungumál og dagsetningu/tíma er hægt að breyta hvenær sem er með því að nota Language (Tungumál) (0 169) og Time zone and date (Tímabelti og dagsetning) (0 169) valkostina í uppsetningarvalmyndinni.
Minniskort sett í Myndavélin vistar myndir á öruggum stafrænum (SD) minniskortum (fáanleg sér). 1 Slökktu á myndavélinni. Aflrofi A Minniskort sett í og tekin úr Slökktu alltaf á myndavélinni áður en að minniskort eru sett í eða tekin úr. X 2 Opnaðu hlífina yfir minniskortaraufinni. Renndu minniskortahlífinni út (q) og opnaðu kortaraufina (w). 3 Settu minniskortið í. D Minniskort sett í Ef minniskortinu er stungið inn með efri hliðina niður eða öfugu getur það skaðað myndavélina eða kortið.
Minniskortið forsniðið Minniskort verður að forsníða eftir að þau hafa verið notuð eða forsniðin í öðrum tækjum. Forsníddu kortið eins og lýst er að neðan. D Minniskort forsniðin Þegar minniskort eru forsniðin, eyðir það öllum gögnum varanlega sem þau kunna að innihalda. Áður en lengra er haldið, skaltu ganga úr skugga um að afrita yfir í tölvuna allar ljósmyndir og öll gögn sem þú vilt halda í (0 134). 1 Kveiktu á myndavélinni. 2 Birta valkosti fyrir forsnið.
D X Minniskort • Minniskort geta verið heit eftir notkun. Gættu varúðar þegar þú tekur minniskort úr myndavélinni. • Slökktu á henni áður en minniskortið er sett í eða tekið úr. Ekki taka minniskort úr myndavélinni, slökkva á myndavélinni, né fjarlægja eða taka aflgjafa úr sambandi á meðan verið er að forsníða, eða á meðan verið er að vista, eyða eða afrita gögn. Sé þessum varúðarráðstöfunum ekki fylgt getur það valdi gagnatapi eða skemmdum á myndavélinni eða minniskortinu.
Fókus leitarans stilltur Myndavélin er útbúin sjónleiðréttingu til að gera ráð fyrir einstaklingsmun á sjón. Gakktu úr skugga um að skjámyndin í leitaranum sé í fókus áður en myndir eru rammaðar inn í leitara. 1 2 Taktu lokið af linsunni og kveiktu á myndavélinni. Aflrofi X Fókus í leitara stilltur. Renndu sjónleiðréttingarstýringunni upp og niður þar til skjámynd leitara og fókuspunktur eru í skörpum fókus.
X 26
sAlmenn ljósmyndun og spilun Þessi kafli fjallar um undirstöðuatriði þess að taka myndir og skoða þær með sjálfvirkri stillingu og umhverfissniði. „Miðað-og-skotið“ (Point-and-Shoot) ljósmyndun (snið i og j) ...................... Þrep 1: Kveiktu á myndavélinni ............................................................................................. Þrep 2: Veldu i eða j snið ....................................................................................................
„Miðað-og-skotið“ (Point-and-Shoot) ljósmyndun (snið i og j) Þessi hluti sýnir hvernig á að taka ljósmyndir í i (Sjálfvirkum) ham, sjálfvirkum „miðað-og-skotið“ ham þar sem meirihluti stillinga eru stýrðar af myndavélinni sem viðbragð við tökuaðstæðum og þar sem flassið skýtur sjálfkrafa ef myndefnið er illa upplýst. Til að taka ljósmyndir með slökkt á flassinu en láta myndavélina stýra öðrum stillingum, skaltu snúa stilliskífunni að j til að velja sjálfvirkan (flass slökkt) ham.
3 Athugaðu hversu margar myndir er hægt að taka í viðbót. Upplýsingaskjámyndin og leitarinn sýna þann fjölda ljósmynda sem hægt er að vista á minniskortinu. Athugaðu hversu margar myndir er hægt að taka í viðbót. Ef ekki er nóg minni til að vista fleiri ljósmyndir á þáverandi stillingum, mun viðvörun birtast. Ekki er hægt að taka fleiri myndir fyrr en skipt hefur verið um minniskort (0 22) eða ljósmyndum eytt (0 40, 126).
Þrep 2: Veldu i eða j snið Til að taka myndir þar sem notkun flassmyndatöku er Stilliskífa bönnuð, þegar á að taka myndir af ungabörnum eða þegar nýta á náttúrulega lýsingu við aðstæður með lítilli birtu, þá er stilliskífunni snúið að j. Annars skal stilliskífunni snúið að i. s j snið i snið Þrep 3: Rammaðu ljósmyndina inn 1 Hafðu myndavélina tilbúna. Þegar þú rammar ljósmyndir inn í leitaranum, skaltu halda um gripið með hægri hendinni og halda undir myndavélahúsið eða linsuna með þeirri vinstri.
A Notkun aðdráttarlinsu Notaðu aðdráttarhring til að auka aðdrátt fyrir myndefnið, svo það fylli út í meira af rammanum eða til að minnka aðdrátt og þannig stækka sýnilegt svæði í endanlegu ljósmyndinni (veldu meiri brennivídd á brennivíddarkvarðanum til að auka aðdrátt, minni brennivídd til að minnka aðdrátt). Auka aðdrátt Aðdráttarhringur Minnka aðdrátt s Þrep 4: Stilla fókus 1 Ýttu afsmellaranum niður til hálfs. Ýttu afsmellaranum niður til hálfs til að stilla fókus.
Þrep 5: Taktu mynd s Þrýstu afsmellaranum mjúklega alla leið niður til að smella af og taka mynd. Aðgangsljósið við hliðina á hlífinni yfir minniskortaraufinni mun kvikna og ljósmyndin mun birtast á skjánum í nokkrar sekúndur (til að hefja myndatöku að nýju áður en ljósmyndin hefur horfið af skjánum, er afsmellaranum ýtt hálfa leið niður). Ekki taka minniskortið úr, né slökkva á myndavélinni, eða fjarlægja eða taka úr sambandi aflgjafann þar til aðgengisljósið er slokknað.
Skapandi ljósmyndun (Umhverfissnið) Myndavélin býður upp á úrval umhverfissniða. Þegar umhverfissnið er valið sjálfkrafa, eru stillingar hámarkaðar að hentugleika fyrir viðkomandi umhverfi. Þannig verður skapandi ljósmyndun eins auðveld og hægt er þar sem eingöngu þarf að velja snið, ramma inn mynd og smella af eins og lýst er á blaðsíðum 28–32.
❚❚ Umhverfissnið k Portrait (Andlitsmynd) p Child (Barn) Notist fyrir andlitsmyndir með mjúkum, náttúrulegum húðtónum. Ef myndefnið er langt frá bakgrunninum eða ef aðdráttalinsa er notuð, munu atriði í bakgrunni verða mýkri til að ljá myndbyggingunni dýpt. Notist fyrir skyndimyndir af börnum. Föt og atriði í bakgrunni sýnast líflegri, á meðan húðtónar haldast mjúkir og náttúrulegir. l Landscape (Landslag) m Sports (Íþróttir) Notist fyrir líflegar landslagsmyndir í dagsbirtu.
n Close Up (Nærmynd) r Night Landscape (Næturlandslag) Notist fyrir nærmyndir af blómum, skordýrum og öðrum smáum fyrirbærum (hægt er að nota makrólinsu til að ná fókus af mjög stuttu færi). Mælt er með notkun þrífóts til að fyrirbyggja að myndir verði óskýrar. Minnkar suð og ónáttúrulega liti þegar teknar eru myndir af næturlandslagi, götulýsing og neon-skilti meðtalin. Innbyggða flassið og AF-aðstoðalýsingin slökkva á sér; mælt er með notkun þrífóts til að fyrirbyggja óskýrar myndir.
s 36 t Beach/Snow (Strönd/snjór) v Dusk/Dawn (Ljósaskipti) Til að ná birtunni frá sólarljósi á vatn, snjó eða sand. Innbyggða flassið og AFaðastoðalýsingin slökkva á sér. Varðveitir litina sem er að finna í veikri náttúrulegri birtu fyrir sólarupprás eða eftir sólsetur. Innbyggða flassið og AFaðstoðalýsingin slökkva á sér; mælt er með notkun þrífóts til að fyrirbyggja óskýrar myndir þegar ljós er af skornum skammti.
x Candlelight (Kertaljós) z Autumn Colors (Haustlitir) Fyrir ljósmyndir teknar við kertaljós. Innbyggða flassið slekkur á sér; mælt er með að þrífótur sé notaður til að fyrirbyggja óskýrar myndir þegar ljós er af skornum skammti. Fangar skæra rauða og gula liti í haustlaufum. Innbyggða flassið slekkur á sér; mælt er með að þrífótur sé notaður til að fyrirbyggja óskýrar myndir þegar ljós er af skornum skammti.
s 1 Silhouette (Skuggamynd) 3 Low Key (Dökkblær) Myndefni í skuggamynd andspænis björtum bakgrunni. Innbyggða flassið slekkur á sér; mælt er með að þrífótur sé notaður til að fyrirbyggja óskýrar myndir þegar ljós er af skornum skammti. Notist til að fá dökkar, myrkvaðar myndir sem draga fram upplýsta fleti þegar teknar eru myndir í dökku umhverfi. Innbyggða flassið slekkur á sér; mælt er með að þrífótur sé notaður til að fyrirbyggja óskýrar myndir þegar ljós er af skornum skammti.
Grunnspilun Á sjálfgefnum stillingum, birtast ljósmyndir sjálfkrafa í u.þ.b. 4 sek. eftir að myndin hefur verið tekin. Ef engin ljósmynd sést á skjánum, er hægt að skoða nýjustu myndina með því að ýta á K hnappinn. 1 Ýttu á K hnappinn. Ljósmynd birtist á skjánum. s K hnappur 2 Skoða fleiri ljósmyndir. Hægt er að skoða fleiri ljósmyndir með því að ýta á 4 eða 2 eða með því að snúa stjórnskífunni. Til að sjá nánari upplýsingar um valda ljósmynd, ýtirðu á 1 og 3 (0 117).
Eyðing óæskilegra mynda Til að eyða ljósmyndinni sem sýnd er á skjánum, ýtirðu á O hnappinn. Athugaðu að ekki er hægt að endurheimta myndirnar þegar þeim hefur verið eytt. 1 Birta ljósmyndina. Birtu ljósmyndina sem þú vilt eyða eins og lýst er á síðustu blaðsíðu. s 2 Eyða ljósmyndinni. Ýttu á O hnappinn. Staðfestingargluggi mun birtast; ýttu aftur á O hnappinn til að eyða myndinni og fara aftur í spilun (til að hætta án þess að eyða myndinni, ýtirðu á K).
xMyndir rammaðar á skjánum (Skjáleit) Þessi kafli lýsir hvernig á að ramma myndir á skjánum með því að nota skjáleitina. Myndir rammaðar á skjánum......................................................................................
Myndir rammaðar á skjánum Fylgdu eftirfarandi skrefum til að taka ljósmyndir með skjáleitinni. 1 Ýttu á a hnappinn. Spegillinn lyftist og það sem sést í gegnum linsuna mun birtast á skjá myndavélarinnar. Myndefnið mun ekki lengur sjást í leitaranum. Hnappur a x Atriði q Tökusnið Lýsing Það snið sem valið hefur verið með stilliskífunni. „Engin hreyfimynd“ Gefur til kynna að ekki sé hægt að taka upp hreyfimyndir. w táknið Sá tími sem aflögu er áður en skjáleit lýkur sjálfkrafa .
2 Velja sjálfvirkt fókussnið. Ýttu á P hnappinn og notaðu fjölvirka valtakkann til að auðkenna valið sjálfvirkt fókussnið á skjánum. Ýttu á J til að birta eftirfarandi valkosti (sjálfgefinn valkostur er breytilegur háð tökusniði; 0 78). Auðkenndu valkost og ýttu á J.
4 Stilla fókus. Ýttu afsmellaranum niður til hálfs til að stilla fókus. Face priority (Andlitsstilling): Myndavélin stillir fókusinn fyrir andlitið í tvöfalda, gula rammanum þegar afsmellaranum er haldið niður til hálfs; ef myndavélin getur ekki lengur numið myndefnið (t.d. vegna þess að myndefnið hefur litið undan) mun ramminn hverfa. Wide area (Vítt area) og normal area (venjulegt svæði): Myndavélin stillir fókusinn á myndefnið í völdu fókuspunktunum þegar afsmellaranum er haldið niðri hálfa leið.
A Live View Display Options (Valkostir fyrir skjáleitarskjámynd) Ýttu á R hnappinn til að fara í gegnum valkosti skjámyndar eins og sýnt er að neðan. Fáanlegir valkostir velta á þeirri stillingu sem valin hefur verið fyrir sjálfgefna stillingu d7 (Live view display options (Valkostir fyrir skjáleitarskjámynd); 0 161).
D Myndataka í skjáleitarsniði Til að koma í veg fyrir að ljós komist inn í gegnum leitarann og trufli lýsinguna, skaltu taka gúmmíið af augnglerinu og hylja leitarann með DK-5 augnglershettunni áður en mynd er tekin. Þrátt fyrir að það birtist ekki á endanlegu myndinni, geta rákir og bjögun sést á skjánum undir flúrljósi, gasperu, eða natrínlömpum eða ef myndavélinni er snúið lárétt eða ef að hlutur hreyfist mjög hratt í gegnum rammann.
A Handvirkur fókus Til að stilla fókus á handvirku fókussniði (0 60), er fókushring linsunnar snúið þar til myndefnið er í fókus. Til að stækka skoðunina á skjánum um allt að 6,7 × fyrir hárfínan fókus, skaltu ýta á X hnappinn. Þegar notast er við aðdrátt í gegnum linsuna, birtist flettigluggi í gráum ramma neðst til hægri í skjámyndinni.
x 48
yAð taka upp og skoða hreyfimyndir Þessi kafli lýsir hvernig á að taka upp hreyfimyndir með skjáleit. Taka upp hreyfimyndir................................................................................................. 50 Hreyfimyndir skoðaðar ................................................................................................
Taka upp hreyfimyndir Hreyfimyndir er hægt að taka upp á 24 römmum á sekúndu í skjáleitarsniði. 1 Ýttu á a hnappinn. Spegillinn lyftist og það sem sést í gegnum linsuna mun birtast á skjánum í stað leitarans. D Táknið 0 0 tákn (0 42) gefur til kynna að ekki sé hægt að taka upp hreyfimyndir. Hnappur a A Snið A og M Stilltu ljósop áður en tekið er upp á sniði A eða M. y 2 Stilla fókus. Rammaðu inn upphafsmyndina og ýttu afsmellaranum hálfa leið niður.
❚❚ Hreyfimyndastillingar Til að velja valkosti fyrir rammastærð og hljóð: 1 Veldu Movie settings (Hreyfimyndastillingar). Ýttu á G hnappinn til að birta valmyndirnar. Auðkenndu Movie settings (Hreyfimyndastillingar) í tökuvalmyndinni og ýttu á 2. G hnappur 2 Veldu valkosti fyrir rammastærð og hljóðupptöku. Til að velja rammastærð, auðkenndu Quality (Gæði) og ýttu á 2.
Hreyfimyndir skoðaðar Hreyfimyndir eru merktar með 1 tákni þegar spilað er á öllum skjánum (0 116). Eftirfarandi aðgerðir er hægt að framkvæma á meðan hreyfimynd er í gangi: 1 tákn Upptökutími Hljóðvísir y Til að Byrja/gera hlé/ halda áfram Nota Lýsing J Ýttu á J til að byrja, gera hlé eða halda áfram. Áfram/til baka Stilla hljóðstyrk X/ W Skjár mun slökkva á sér. Hægt er að taka ljósmyndir samstundis.
zMeira um ljósmyndun (öll snið) Þetta og næstu tveir kaflar byggja á leiðbeiningunum og munu kynna ítarlegri tökuog spilunarvalkosti. Fókus................................................................................................................................ 54 Focus Mode (Fókussnið)........................................................................................................... 54 AF-Area Mode (AF-svæðissnið)...........................................................................
Fókus Fókus er hægt að stilla sjálfvirkt eða handvirkt (sjá „Focus Mode (Fókussnið),“ að neðan). Notandinn getur einnig valið fókuspunktana fyrir sjálvirkan eða handvirkan fókus (0 60) eða notað fókuslás til að stilla fókus og breyta myndbyggingu eftir að fókus hefur verið stilltur (0 58). Focus Mode (Fókussnið) Veldu á milli sjálfvirks og handvirks fókuss. 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn.
D Sjálfvirkur fókus fyrir raðmyndatöku Á AF-C sniði eða þegar samfellt stilltur sjálfvirkur fókus er valinn í AF-A sniði, mun myndavélin veita lokarasvörun forgang (hefur breiðari fókus svið) en í AF-S sniði og það getur verið að lokaranum sé sleppt áður en fókusvísirinn birtist. A Góður árangur með sjálfvirkum fókus Sjálfvirkur fókus virkar ekki vel við þær aðstæður sem útlistaðar eru að neðan.
AF-Area Mode (AF-svæðissnið) Veldu hvernig fókuspunkturinn fyrir sjálfvirka fókusinn er valinn. 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. R hnappur 2 z 56 Upplýsingaskjámynd Birtu valkosti fyrir AF-svæðissnið. Auðkenndu valið AF-svæðissnið í upplýsingaskjámyndinni og ýttu á J.
3 Veldu AF-svæðissnið. Auðkenndu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu á J. Valkostur Single point c (Einn punktur) Lýsing Notandi velur fókuspunkt með fjölvirka valtakkanum (0 58); myndavélin stillir eingöngu fókus á myndefni í völdum fókuspunkti. Notist fyrir kyrrstæð myndefni. Í AF-A og AF-C fókussniði, velur notandinn fókuspunkta handvirkt (0 58), en myndavélin mun stilla fókus byggt á upplýsingum frá nærliggjandi fókuspunktum ef myndefnið færir sig úr völdum Dynamic area d fókuspunkti.
Val á fókuspunkti Í handvirku fókussniði eða þegar sjálfvirkur fókus er notaður ásamt AF-svæðissniðum öðrum en e Auto-area (Sjálfvirkt svæði), getur þú valið á milli ellefu fókuspunkta og þannig er mögulegt að setja saman ljósmyndir með aðalmyndefnið næstum hvar sem er í rammanum. 1 Veldu AF-svæðissnið annað en e Autoarea (Sjálfvirkt svæði) (0 56). 2 Veldu fókuspunktinn. Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja fókuspunktinn í leitaranum eða upplýsingaskjámyndinni. Ýttu á J til að velja miðjufókussvæði.
2 Læsa fókus. AF-A og AF-C fókussnið: Þegar afsmellaranum hefur verið ýtt hálfa leið niður (q), ýttu á AE-L/AF-L hnappinn (w) til að læsa bæði fókus og lýsingu (AE-L tákn mun birtast í leitaranum). Fókus helst læstur á meðan ýtt er á AE-L/AF-L hnappinn, jafnvel þó þú síðar takir fingurinn af afsmellaranum. Afsmellari AE-L/AF-L hnappur AF-S fókussnið: Fókus mun læsast sjálfkrafa þegar fókusvísirinn birtist og helst læstur þar til þú tekur fingurinn af afsmellaranum.
Handvirkur fókus Hægt er að nota handvirkan fókus þegar þú ert ekki að nota AF-S eða AF-I linsu eða þegar sjálfvirkur fókus skilar ekki ætluðum niðurstöðum (0 55). 1 Stilla rofa fyrir fókussnið linsu. A-M rofi M/A-M rofi Ef linsan kemur með A-M eða M/A-M rofa, skaltu renna rofanum að M. 2 Stilla fókus. Til að stilla fókus handvirkt, snúðu fókushring linsunnar þar til myndin sem birt er á matta svæði leitarans er í fókus. Hægt er að taka ljósmyndir hvenær sem er, jafnvel þegar myndin er ekki í fókus.
❚❚ Rafræni fjarlægðarmælirinn Ef linsan er með hámarksljósopið f/5,6 eða hraðar, er hægt að nota fókusvísinn í leitaranum til að staðfesta hvort myndefnið í völdum fókuspunkti sé í fókus (fókuspunktinn er hægt að velja úr einum af 11 fókuspunktum). Eftir að hafa staðsett myndefnið í völdum fókuspunkti, er afsmellaranum ýtt hálfa leið niður og fókushring linsunnar snúið þar til fókusvísirinn (I) birtist.
Myndgæði og stærð Í sameiningu, ákvarða stærð og gæði myndarinnar hversu mikið pláss hver ljósmynd mun taka á minniskortinu. Stærri myndir í hærri gæðum er hægt að prenta í stærri útgáfu en krefjast einnig meira minnis, sem þýðir að hægt er að vista færri slíkar myndir á minniskortinu (0 215). Image Quality (Myndgæði) Veldu skráarsnið og þjöppunarhlutfall (myndgæði). 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn.
Valkostur Gerð skráar NEF (RAW) + JPEG fine (NEF (RAW) + JPEG hágæði) NEF (RAW) + JPEG normal (NEF NEF/ (RAW) + JPEG venjuleg gæði) JPEG NEF (RAW) + JPEG basic (NEF (RAW) + JPEG grunngæði) Lýsing Tvær myndir eru vistaðar: ein NEF (RAW) mynd og ein JPEG mynd í háum gæðum. Tvær myndir eru vistaðar: ein NEF (RAW) mynd og ein JPEG mynd í venjulegum gæðum. Tvær myndir eru vistaðar: ein NEF (RAW) mynd og ein JPEG mynd í grunngæðum.
Image Size (Myndastærð) Stærð mynda er mæld í pixlum. 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. R hnappur 2 Upplýsingaskjámynd P hnappur Birta valkosti fyrir myndastærð. Auðkenndu valda myndastærð í upplýsingaskjámyndinni og ýttu á J. z 3 Veldu myndastærð. Auðkenndu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu á J.
Release Mode (Raðmyndatökusnið) Raðmyndatökusniðið ákvarðar hvernig myndavélin tekur myndir: eina í einu, margar í röð, með tímastilltri seinkun fyrir afsmellara eða fjarstýringu eða þannig að minna heyrist í myndavélinni. 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. R hnappur 2 Upplýsingaskjámynd P hnappur Birta valkosti fyrir raðmyndatökusnið.
A Biðminni Myndavélin er útbúin biðminni fyrir tímabundna vistun, þetta þýðir að hægt er að halda áfram að taka myndir á meðan verið er að vista ljósmyndir á minniskortið. Hægt er að taka allt að 100 ljósmyndir í röð; hins vegar skal athuga að rammatíðnin mun lækka þegar biðminnið er fullt. Þegar verið er að vista ljósmyndir á minniskortið, mun aðgangsljós við hlið minniskortaraufarinn kvikna.
Tímamælir og fjarstýrisnið Tímamælinn og valfrjálsu ML-L3 þráðlausu fjarstýringuna (0 203) er hægt að nota til að draga úr hristingi myndavélarinnar eða fyrir sjálfsmyndir. 1 Setja myndavélina á þrífót. Settu myndavélina á þrífót eða settu myndavélina á stöðugt, jafnt yfirborð. 2 Veldu raðmyndatökusnið (0 65). Veldu tímamæli (E), fjarstýringu með seinkun (") eða raðmyndatökusnið með hraðri svörun (#). 3 Ramma ljósmyndina inn.
4 Taktu myndina. Tímamælir: Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður til að stilla fókus, ýttu svo hnappinum alla leið niður til að hefja tímamælingu. Tímamælisljósið byrjar að blikka og hljóðmerki heyrist. Tveimur sekúndum áður en ljósmyndin er tekin hættir tímamælisljósið að blikka og hljóðmerkið eykur hraðann. Lokaranum er sleppt u.þ.b. tíu sekúndum eftir að tíminn byrjar að telja. Það mun ekki kvikna á tímamælinum ef myndavélin nær ekki að stilla fókus eða í öðrum aðstæðum þar sem lokarinn opnast ekki.
D Áður en fjarstýring er notuð Áður en myndavélin er notuð í fyrsta skiptið, þarf að fjarlægja glæru plastumbúðirnar af rafhlöðunni. D Innbyggt flass notað Áður en tekin er ljósmynd með flassinu á P, S, A, M eða 0 sniði, skaltu ýta á M hnappinn til að lyfta flassinu og bíða eftir að M vísirinn birtist í leitaranum (0 70). Myndatakan mun verða rofin ef flassinu er lyft eftir að tímamælir eða tímamælir fyrir fjarstýringu með seinkun hafa farið í gang.
Innbyggt flass notað Myndavélin styður úrval flasssniða sem ætluð eru til að mynda baklýst eða illa lýst myndefni. ❚❚ Innbyggt flass notað: i, k, p, n, o, s og w snið 1 Veldu flasssnið (0 71). 2 Taktu myndir. Flassið mun spretta upp eftir þörfum þegar afsmellaranum er ýtt niður til hálfs og flassa þegar að mynd er tekin. ❚❚ Innbyggt flass notað: P, S, A, M og 0 snið z 1 Lyftu flassinu. Ýttu á M hnappinn til að lyfta flassinu. 2 Veldu flasssnið (0 71).
Flash Mode (Flasssnið) Til að velja flasssnið: 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. R hnappur 2 Upplýsingaskjámynd P hnappur Birta valkosti fyrir flasssnið. Auðkenndu valið flasssnið í upplýsingaskjámyndinni og ýttu á J. 3 z Veldu flasssnið. Auðkenndu flasssnið og ýtt á J.
A Flasssnið Flasssniðin sem sýnd eru á síðustu blaðsíðu geta sameinað eina eða fleiri af eftirfarandi stillingum, eins og sýnt er með tákninu fyrir flasssnið: • AUTO (sjálfvirkt flass): Þegar lýsing er slæm eða myndefni er baklýst, sprettur flassið sjálfkrafa upp þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður og flassar eftir þörfum. • Y (lagfæring á rauðum augum): Notist fyrir andlitsmyndir. Ljósið til að leiðrétta rauð augu kviknar áður en flassið flassar, dregur þannig úr „rauðum augum.
A Ljósop, ljósnæmi og drægi flassins Drægi flassins fer eftir ljósnæmi (ISO jafngildi) og ljósopi.
ISO Sensitivity (ISO-ljósnæmi) „ISO-ljósnæmi“ er stafrænt jafngildi filmuhraða. Því hærra sem ISO ljósnæmið er, því minni birtu þarf fyrir lýsingu myndar, sem býður upp á hærri lokarahraða eða minna ljósop. 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. R hnappur z 2 Upplýsingaskjámynd P hnappur Birta valkosti fyrir ISO-ljósnæmi.
A AUTO Sé stilliskífunni snúið að P, S, A eða M eftir að AUTO hefur verið valið fyrir ISO-ljósnæmi á öðru sniði, þá mun ISO-ljósnæmið sem síðast var valið í P, S, A eða M sniði verða endurheimt. A Hi 0.3–Hi 1 Meiri líkur eru á suði og litbjögun á myndum ef þessar stillingar eru valdar. A Lo 0.3–Lo 1 Notað fyrir stærri ljósop þegar það er mikil birta. Birtuskil eru örlítið hærri en vanalega: í flestum tilfellum er mælt með ISO-ljósnæmi ISO 200 eða hærra.
Tímasett millibilsmyndataka Myndavélin er fær um að taka ljósmyndir sjálfvirkt með völdu millibili. 1 Veldu Interval timer shooting (Myndataka með millibilstíma). Til að birta valmyndirnar, ýttu á G hnappinn. Auðkenndu (C) og ýttu á 2 til að birta tökuvalmyndina og auðkenndu Interval timer shooting (Myndataka með G hnappur millibilstíma) og ýttu á 2. 2 Veldu upphafsmark. Veldu á milli eftirfarandi upphafsmarka: • Til að byrja tökur samstundis, auðkenndu Now (Núna) og ýttu á 2. Myndataka hefst u.þ.b.
6 Byrjaðu að taka myndir. Auðkenndu Start (Ræsa) > On og ýttu á J (til að fara aftur í tökuvalmyndina án þess að ræsa millibilstímamælinn, auðkenndu Start (Ræsa) > Off og ýttu á J). Fyrsta myndin mun verða tekin á tilgreindum upphafstíma eða eftir u.þ.b. þrjár sekúndur ef Now (Núna) var valið fyrir Choose start time (Velja upphafstíma) í skrefi 2. Tímamæliljósið blikkar á meðan myndataka stendur yfir; myndataka heldur áfram með völdu millibili þar til allar myndir hafa verið teknar.
Tveggja hnappa endurstilling Myndavélarstillingarnar hér að neðan er hægt að færa aftur að sjálfgefnum gildum með því að halda inni R og P hnöppunum á sama tíma í meira en tvær sekúndur (þessir hnappar eru merktir með grænum punkti). Upplýsingaskjámyndin slekkur á sér í augnablik þegar verið er að endurstilla.
tP, S, A, og M snið P, S, A, og M snið veita stjórn yfir fjölbreyttu úrvali ítarlegri stillinga, m.a. lokarahraða, ljósopi, ljósmælingu, uppbótarflassi og hvítjöfnun. Lokarahraði og ljósop................................................................................................... 80 Snið P (Programmed Auto (forritað sjálfvirkt kerfi)) ....................................................... 81 Snið S (Shutter-Priority Auto (Sjálfvirkur forgangur lokara)) .......................................
Lokarahraði og ljósop P, S, A og M snið bjóða upp á mismunandi stig stýringar yfir lokarahraða og ljósopi: Snið P S A M t Lýsing Myndavélin stillir lokarahraða og ljósop til að ná ákjósanlegri Programmed auto lýsingu. Mælt með því fyrir skyndimyndir og við aðrar (Forritað sjálfvirkt kerfi) aðstæður þar sem lítill tími er til að breyta (0 81) myndavélarstillingum. Shutter-priority auto Notandi velur lokarahraða; myndavélin velur ljósop fyrir bestu (Sjálfvirkur forgangur mögulegu útkomu.
Snið P (Programmed Auto (forritað sjálfvirkt kerfi)) Á þessu sniði breytir myndavélin sjálfkrafa lokarahraða og ljósopi til að ná sem bestri lýsingu í flestum tilfellum. Mælt er með þessu sniði fyrir tækifærismyndir og við aðrar kringumstæður þar sem þess er óskað að myndavélin stýri lokarahraða og ljósopi. Til að taka ljósmyndir með forrituðu sjálfvirku kerfi: 1 Snúðu stilliskífunni að P. 2 Rammaðu inn mynd, stilltu fókus og taktu mynd.
Snið S (Shutter-Priority Auto (Sjálfvirkur forgangur lokara)) Með sjálfvirkum forgangi lokara, getur þú valið lokarahraðann á meðan myndavélin velur sjálfvirkt ljósopið sem mun gefa bestu mögulegu lýsingu. Veldu lágan lokarahraða til að gefa til kynna hreyfingu, háan lokarahraða til að „frysta“ hreyfingu. Hár lokarahraði (1/1.600 sek.) Lægri lokarahraði (1 sek.) Til að taka ljósmyndir með sjálfvirkum forgangi lokara: 1 Snúðu stilliskífunni að S. 2 Veldu lokarahraða.
Snið A (Aperture-Priority Auto (Sjálfvirkur ljósopsforgangur)) Með sjálfvirkum ljósopsforangi, getur þú valið ljósopið á meðan myndavélin velur sjálfvirkt þann lokarahraða sem mun gefa bestu mögulegu lýsingu. Stór ljósop (lág fnúmer) minnka dýptarskerpu, gera hluti óskýra fyrir framan og aftan aðalmyndefnið. Lítil ljósop (há f-númer) auka dýptarskerpu, draga fram atriði í bakgrunni og forgrunni.
Snið M (Manual (Handvirkt)) Í handvirku lýsingarsniði, stýrir þú bæði lokarahraða og ljósopi. Til að taka ljósmyndir á handvirku lýsingarsniði: 1 Snúðu stilliskífunni að M. 2 Veldu ljósop og lokarahraða. Stilliskífa Á meðan fylgst er með lýsingarvísinum (0 85), stillirðu lokarahraða og ljósop. Lokarahraði er valinn með því að snúa stjórnskífunni: veldu gildi á bilinu 30 sek. til 1/4.000 sek. eða veldu „b-stillingu“ til að halda lokaranum opnum án takmarkana fyrir langtímalýsingu (0 86).
A Lýsingarvísir Sé CPU-linsa áföst og lokarahraði annar en „b-stilling“ eða „tími“ valinn, mun lýsingarvísirinn í leitaranum og upplýsingaskjámyndinni sýna hvort ljósmyndin mun verða undir- eða oflýst á völdum stillingum. Háð þeim valkosti sem valinn er fyrir sérsniðna stillingu b1 (EV steps for exposure cntrl. (EV skref fyrir lýsingarstýringu); 0 156), er magn undir- eða yfirlýsingar sýnt í aukningunni 1/3 EV eða 1/2 EV. Ef farið er fram úr takmörkum lýsingarmælikerfisins, mun vísirinn blikka.
❚❚ Langtímalýsing (eingöngu M snið) Hægt er að nota lokarahraða „b-stilling“ og „tími“ fyrir langtímalýstar ljósmyndir af ljósum á hreyfingu, stjörnum, næturlandslagi eða flugeldum. Til að fyrirbyggja að myndir verði óskýrar sökum hristings myndavélarinnar, skal nota þrífót og valfrjálsa fjarstýringu eða fjarstýringarsnúru (0 203). Lengd lýsingar: 35 sek. Ljósop: f/25 Lokarahraði Lýsing Lokari er opinn á meðan afsmellara er haldið niðri.
4 Opnaðu lokarann. B-stilling: Eftir að hafa stillt fókus, ýttu afsmellaranum á myndavélinni eða fjarstýringarsnúrunni alla leið niður. Haltu afsmellaranum inni þar til lýsingu er lokið. Ef þú ert að nota fjarstýringarsnúru, sjá leiðarvísinn sem fylgir með vörunni fyrir frekari upplýsingar. Tími: Ýttu afsmellaranum á fjarstýringunni alla leið niður.
Lýsing Metering (Ljósmæling) Veldu hvernig myndavélin stillir lýsingu í P, S, A og M sniði (í öðrum sniðum velur myndavélin ljósmælingaraðferðina sjálfvirkt). 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. R hnappur 2 t Upplýsingaskjámynd P hnappur Birta valkosti fyrir ljósmælingu. Auðkenndu valda ljósmælingu í upplýsingaskjámyndinni og ýttu á J.
Læsing á sjálfvirkri lýsingu Notaðu læsingu á sjálfvirkri lýsingu til að endurramma ljósmyndir að ljósmælingu lokinni: 1 Veldu miðjusækið (M) eða (N) punktaljósmælingu (0 88). Fylkisljósmæling (L) mun ekki skila nægilega góðum árangri. 2 Læsa lýsingu. Afsmellari Staðsettu myndefnið í völdum fókuspunkti og ýttu afsmellaranum hálfa leið niður. Með afsmellarann hálfa leið niðri og myndefnið staðsett í fókuspunktinum, skaltu ýta á AE-L/AF-L hnappinn til að læsa fókus og lýsingu.
Exposure Compensation (Lýsingaruppbót) Lýsingaruppbót er notuð til að breyta lýsingu frá þeim gildum sem myndavélin leggur til, til að gera myndir bjartari eða dimmari. Hún virkar best þegar hún er notuð með miðjusækinni ljósmælingu eða punktaljósmælingu (0 88). 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina.
A E hnappurinn Lýsingaruppbót er einnig hægt að stilla með því að ýta á E hnappinn og snúa stjórnskífunni. Valið gildi er sýnt í leitaranum og í upplýsingaskjámyndinni. E hnappur –0,3 EV Stjórnskífa +2 EV A M snið Í sniði M, hefur lýsingaruppbót eingöngu áhrif á lýsingarvísinn; lokarahraði og ljósop breytast ekki. A Flass notað Þegar flass er notað, hefur lýsingaruppbótin áhrif bæði á bakgrunnslýsingu og flassstig.
Flash Compensation (Flassuppbót) Flassuppbót er notuð til að breyta flassafköstum frá því stigi sem myndavélin leggur til, breyta birtustigi aðalmyndefnis hlutfallslega á móti bakgrunni. Hægt er að auka flassafköst til að láta aðalmyndefnið virðast bjartara, eða minnka þau til að koma í veg fyrir óæskilega upplýsta fleti eða endurkast. 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn.
A Hnapparnir Y (M) og E Flassuppbót er einnig hægt að stilla með því að snúa stjórnskífunni á meðan ýtt er á Y (M) og E hnappana. Valið gildi er sýnt í leitaranum og í upplýsingaskjámyndinni. Y (M) hnappur –0,3 EV E hnappur Stjórnskífa +1 EV A Aukaflassbúnaður Flassuppbót er einnig í boði með aukalegum SB-900, SB-800, SB-600, SB-400 eða SB-R200 flassbúnaði.
Active D-Lighting (Virk D-lýsing) Virk D-lýsing varðveitir smáatriði í upplýstum flötum og skuggum, skilar ljósmyndum með náttúrulegum birtuskilum. Notist fyrir umhverfi með miklum birtuskilum, til dæmis þegar teknar eru myndir af umhverfi utandyra í gegnum hurð eða glugga eða þegar teknar eru myndir af skyggðu myndefni á sólríkum degi. Þetta skilar bestum árangri þegar það er notað með fylkisljósmælingu (L; 0 88).
D Active D-Lighting (Virk D-lýsing) Suð (korn, litarákir og skellur) geta birst í ljósmyndum sem teknar eru með virkri D-lýsingu með háu ISO-ljósnæmi. Ef miðjusækin ljósmæling eða punktaljósmæling er valin, eru stillingar aðrar en X Off jafngildar Q Normal (Venjulegt). Á sniði M, er Virk D-lýsing stilling G Auto (Sjálfvirkt) jafngildi Q Normal (Venjulegt).
White Balance (Hvítjöfnun) Hvítjöfnun tryggir að litir verði ekki fyrir áhrifum frá lit ljósgjafa. Mælt er með sjálfvirkri hvítjöfnun fyrir flesta ljósgjafa; í P, S, A og M sniðum, er hægt að velja önnur gildi sé þess þörf, fer eftir tegund ljósgjafa: 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina.
A Tökuvalmyndin Hægt er að velja hvítjöfnun með White balance (Hvítjöfnun) valkostinum í tökuvalmyndinni (0 148), sem einnig er hægt að nota til að fínstilla hvítjöfnun (0 98) eða mæla gildi fyrir forstillta hvítjöfnun (0 99). Valkostinn I Fluorescent (Flúrljós) í White balance (Hvítjöfnun) valmyndinni er hægt að nota til að velja ljósgjafa úr þeim tegundum pera sem sýndar eru til hægri. A Lithiti Greinanlegur litur ljósgjafa er breytilegur eftir áhorfanda og öðrum aðstæðum.
Fínstilla hvítjöfnun Hægt er að „fínstilla“ hvítjöfnun til að bæta upp fyrir breytingar á lit ljósgjafa eða til að bæta vísvitandi litblæ inn í mynd. Hvítjöfnun er fínstillt með valkostinum White balance (Hvítjöfnun) í tökuvalmyndinni. 1 Birta valkosti fyrir hvítjöfnun. Til að birta valmyndirnar, ýttu á G hnappinn. Auðkenndu White balance (Hvítjöfnun) í tökuvalmyndinni og ýttu á 2 til að birta valkosti fyrir hvítjöfnun. G hnappur 2 Veldu hvítjöfnunarvalkost.
Preset Manual (Handvirk forstilling) Handvirk forstilling er notuð til að vista og innkalla sérsniðnar stillingar fyrir hvítjöfnun fyrir myndatöku við blandaða lýsingu eða til að bæta upp fyrir ljósgjafa með sterkum litblæ. Tvær aðferðir eru í boði þegar stilla á forstillta hvítjöfnun: Aðferð Lýsing Measure Hlutlaus grár eða hvítur hlutur er látinn undir þá lýsingu sem mun verða (Mæling) notuð í lokamyndinni og hvítjöfnun mæld með myndavélinni (sjá að neðan).
Þegar myndavélin er tilbúin að mæla hvítjöfnun, mun blikkandi D (L) birtast í leitaranum og upplýsingaskjámyndinni. 5 Mældu hvítjöfnun. Áður en vísarnir hætta að blikka, rammaðu viðmiðunarhlutinn inn þannig að hann fylli út í leitarann og ýttu afsmellaranum alla leið inn. Engin ljósmynd mun verða vistuð; hægt er að mæla hvítjöfnun af nákvæmni jafnvel þegar myndavélin er ekki í fókus. 6 t Skoðaðu árangurinn.
D Forstillt hvítjöfnun mæld Ef engar aðgerðir eru framkvæmdar á meðan skjámyndirnar blikka, mun snið beinna mælinga hætta þegar slokknar á ljósmælunum. Hægt er að breyta tímanum sem líður þar til slökkt er sjálfkrafa á ljósmælum í sérsniðinni stillingu c2 (Auto off timers (Tími sjálfvirks rofa); 0 157). Sjálfgefin stilling er átta sekúndur. D Forstilla hvítjöfnun Myndavélin getur aðeins geymt eitt gildi fyrir forstillta hvítjöfnun hverju sinni; skipt er út því gildi sem fyrir er þegar nýtt gildi er mælt.
❚❚ Vista hvítjöfnun af ljósmynd Fylgdu skrefunum að neðan til að vista gildi fyrir hvítjöfnun af ljósmynd yfir á minniskortið. 1 Veldu Preset manual (Handvirk forstilling). Til að birta valmyndirnar, ýttu á G hnappinn. Auðkenndu White balance (Hvítjöfnun) í tökuvalmyndinni og ýttu á 2 til að birta valkosti fyrir hvítjöfnun. G hnappur Auðkenndu Preset manual (Handvirk forstilling) og ýttu á 2. 2 Veldu Use photo (Nota ljósmynd). Auðkenndu Use photo (Nota ljósmynd) og ýttu á 2.
Frávikslýsing Frávikslýsing breytir sjálfkrafa lýsingu, Virkri D-lýsingu eða hvítjöfnun örlítið með hverri mynd, „hvítjafnar“ gildið hverju sinni. Þetta skal velja við aðstæður þar sem erfitt er að stilla lýsingu, Virka D-lýsingu eða hvítjöfnun og það er ekki nægur tími til að skoða árangurinn og breyta stillingum með hverri mynd, eða til að prófa sig áfram með mismunandi stillingar fyrir sama myndefnið. 1 Veldu valkost fyrir frávikslýsingu.
2 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn. Ýttu á P hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina. R hnappur 3 Upplýsingaskjámynd P hnappur Birtu valkosti fyrir frávikslýsingu. Auðkenndu vísinn fyrir valið frávikslýsingarsnið og ýttu á J. 4 t Veldu aukningu frávikslýsingar. AE bracketing (AE-frávikslýsing): Auðkenndu aukningu frávikslýsingar og ýttu á J. Veldu gildi á bilinu frá 0,3 EV (AE 0.3) til 2,0 EV (AE 2.0).
5 Rammaðu inn mynd, stilltu fókus og taktu mynd. AE bracketing (AE-frávikslýsing): Myndavélin mun breyta lýsingu með hverri mynd sem tekin er. Fyrsta myndin mun verða tekin á því gildi sem valið er fyrir lýsingaruppbót. Aukning frávikslýsingar mun verða dregin frá völdu gildi í seinni myndatöku og bætt við í þriðju myndatöku, þar með er völdum gildum „frávikslýst“.
Myndstýringar Einstakt myndstýringarkerfi Nikon gerir þér kleift að deila myndvinnslustillingum með öðrum tækjum og hugbúnaði, þar með töldum stillingum fyrir skerpu, birtuskil, birtustig, litamettun og litblæ. Myndstýring valin Myndavélin býður upp á sex forstilltar myndstýringar. Í P, S, A og M sniði, getur þú valið myndstýringu eftir myndefni og tegund umhverfis (í öðrum sniðum velur myndavélin myndstýringu sjálfkrafa). 1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina.
3 Veldu myndstýringu. Auðkenndu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu á J. Valkostur Standard Q (Staðlað) Neutral R (Hlutlaust) S T e f A Lýsing Stöðluð vinnsla fyrir jafnan árangur. Mælt er með þessu fyrir flestar aðstæður. Lágmarks vinnsla fyrir náttúrulega útkomu. Valið fyrir ljósmyndir sem síðar munu verða mikið unnar eða lagfærðar. Myndir eru bættar til að ná fram líflegum áhrifum fyrir prentun Vivid (Líflegt) mynda. Valið fyrir ljósmyndir þar sem áhersla er lögð á frumliti.
Breyta myndstýringum sem fyrir eru Myndstýringum sem búið var að forstilla eða sérsníða, er hægt að breyta svo þær henti umhverfinu eða listrænni nálgun notandans. Veldu jafna samsetningu stillinga með Quick adjust (Flýtistilling), eða breyttu einstaka stillingum handvirkt. 1 Birta valmynd myndstýringa. Til að birta valmyndirnar, skaltu ýta á G hnappinn. Auðkenndu Set Picture Control (Stilla myndstýringu) í tökuvalmyndinni og ýttu á 2. G hnappur 2 Veldu myndstýringu.
❚❚ Stillingar fyrir myndstýringu Valkostur Quick adjust (Flýtistilling) Sharpening (Skerpa) Handvirkar breytingar (allar myndstýringar) Contrast (Birtuskil) Brightness (Birta) Handvirkar breytingar (ekki fyrir einlitt) Saturation (Litamettun) Lýsing Veldu á milli valkosta á bilinu –2 til +2 til að minnka eða ýkja áhrif valinna myndstýringa (athugaðu að þetta endurstillir allar breytingar sem gerðar voru handvirkt). Til dæmis, séu jákvæð gildi valin fyrir Vivid (Líflegt), þá gerir það myndir líflegri.
A Hnitanet til myndstýringar Sé ýtt á X hnappinn í skrefi 3 birtir það hnitanet til myndstýringar sem sýnir birtuskil og litamettun fyrir valdar myndstýringar samanborið við aðrar myndstýringar (eingöngu litamettun er birt þegar Monochrome (Einlitt) er valið). Slepptu X hnappinum til að fara aftur valmynd myndstýringa. Táknin fyrir myndstýringar sem nota sjálfvirk birtuskil og litamettun, birtast græn í hnitaneti myndstýringa og línur birtast samsíða ásum hnitanetsins.
Sérsniðnar myndstýringar búnar til Hægt er að breyta forstilltum myndstýringum sem fylgja með myndavélinni og vista þær sem sérsniðnar myndstýringar. 1 Veldu Manage Picture Control (Vinna með myndstýringu). Til að birta valmyndirnar, ýttu á G hnappinn. Auðkenndu Manage Picture Control (Vinna með myndstýringu) í tökuvalmyndinni og ýttu á 2. 2 G hnappur Veldu Save/edit (Vista/breyta). Auðkenndu Save/edit (Vista/breyta) og ýttu á 2. 3 Veldu myndstýringu.
6 Myndstýringu gefið heiti. Textainnsláttarglugginn sem sýndur er hér til hægri mun birtast. Nýjar myndstýringar fá heiti sjálfkrafa með því að tveim tölustöfum (úthlutað sjálfkrafa) er bætt við heiti myndstýringarinnar sem fyrir var. Þessu heiti er hægt að breyta og búa til nafn sem er allt að 19 stafir eins og lýst er á blaðsíðu 152. Lyklaborð Nafnsvæði Nýju myndstýringarnar munu birtast í myndstýringalistanum.
Sérsniðnar myndstýringar samnýttar Sérsniðnar myndstýringar sem búnar eru til með myndstýringar möguleikanum sem fáanlegt er með ViewNX eða aukahugbúnaði eins og Capture NX 2, er hægt að vista yfir á minniskortið og hlaða inn í myndavélina, eða hægt er að vista sérsniðnar myndstýringar af myndavélinni yfir á minniskortið svo hægt sé að nota þær með samhæfum myndavélum og hugbúnaði og síðan eyða þeim þegar þeirra er ekki lengur þörf.
GP-1 GPS-einingin GP-1 GPS-einingin (fáanleg sér) er hægt að tengja við aukabúnaðartengi myndavélarinnar með snúrunni sem fylgir með GP-1 einingunni, þannig er hægt að vista upplýsingar um staðsetningu myndavélarinnar þegar verið er að taka ljósmyndir. Slökkva þarf á myndavélinni áður en GP-1 er tengt, fyrir frekari upplýsingar, sjá GP-1 handbókina. t Þegar myndavélin nær sambandi við GP-1, mun h tákn birtast í upplýsingaskjámyndinni.
IMeira um spilun Þessi kafli lýsir hvernig á að skoða ljósmyndir og skýrir frá þeim aðgerðum sem hægt er að framkvæma á meðan spilun fer fram. Spilun á öllum skjánum................................................................................................ 116 Upplýsingar um myndir............................................................................................................ 117 Smámyndaspilun.................................................................................................
Spilun á öllum skjánum Til að spila myndir, ýttu á K hnappinn. Nýjasta myndin birtist á skjánum. Hnappur K Til að Notaðu Ýttu á 2 til að birta myndir í þeirri röð sem þær voru teknar, 4 til að skoða myndirnar í öfugri röð. Skoða aðrar myndir Skoða upplýsingar um myndir Skoða smámyndir Stækka mynd I 116 Lýsing Ýttu á 1 eða 3 til að sjá upplýsingar um valda mynd (0 117).
Upplýsingar um myndir Myndupplýsingar eru lagðar yfir myndir sem eru spilaðar á öllum skjánum. Ýttu á 1 eða 3 til að fletta í gegnum myndaupplýsingarnar eins og sýnt hér að neðan. Athuga ber að tökuupplýsingar, RGB-stuðlarit og yfirlýsingar birtast aðeins ef samsvarandi valkostur er valinn fyrir Display mode (Skjásnið) (0 146). GPS-gögn birtast aðeins ef GPS-búnaður var notaður þegar myndin var tekin. 1/ 12 1/ 12 NIKON D5000 LATITUDE. LONGITUDE 1/ 250 AUTO 100D5000 DSC _0001.
❚❚ RGB-stuðlarit * 1 Staða varnar..................................................125 2 Lagfæringavísir............................................175 3 White balance (Hvítjöfnun)....................... 96 5 Fínstilling hvítjöfnunar ............................ 98 4 Heiti myndavélar 6 5 Stuðlarit (RGB-rás). Í öllum stuðlaritum 7 segir lárétti ásinn til um birtustig pixla 1 og lóðrétti ásinn um fjölda pixla.
❚❚ Yfirlýsing * 1 2 1 2 3 4 5 3 Highlights N I KON D5000 4 Staða varnar ................................................. 125 Lagfæringavísir ........................................... 175 Oflýsing mynda Heiti myndavélar Rammanúmer/heildarfjöldi mynda 1/12 5 * Birtist eingöngu ef Highlights (Yfirlýsing) er valin sem Display mode (skjásnið) (0 146). Blikkandi svæði sýna yfirlýsingu. ❚❚ Myndatökuupplýsingar, síða 1 1 1 3 4 5 6 7 8 9 2 MTR, SPD, AP. EXP.
❚❚ Myndatökuupplýsingar, síða 2 1 1 3 4 5 6 7 8 9 10 11 2 WHI TE BALANCE COLOR SPACE PI CTURE CTRL QUICK ADJUST SHARPENING CONTRAST BRI GHTNESS SATURATION HUE N I KON D5000 12 I : AUTO, 0, 0 : s RGB : STANDARD :0 :3 :0 :0 :0 :0 1/12 13 4 Color space (Litabil) ...................................150 5 Myndstýring .................................................106 6 Quick adjust (Flýtistillingar) 2 ..................109 Upprunaleg myndastýring 3 ...................112 7 Sharpening (Skerpa) .......
❚❚ GPS-upplýsingar * 1 2 3 LATITUDE. 4 LONGITUDE 5 6 ALTITUDE TIME(UTC) : : : : : : : 1 2 3 4 5 6 7 8 N 35 º 36. 371' E 1 39 º 43. 696' 35m 15/04/2009 01:15:29 N I KON D5000 1/12 7 8 Staða varnar ................................................. 125 Lagfæringavísir ...........................................
Smámyndaspilun Ýttu á W hnappinn til að birta myndir á „prentblöðum“ með fjórum, níu eða 72 myndum. Spilun á öllum skjánum Dagatalsspilun Smámyndaspilun Til að Birta fleiri myndir Notaðu W Birta færri myndir X Auðkenna myndir I Skoða auðkennda mynd Eyða auðkenndri mynd Breyta varnarstöðu auðkenndrar myndar J O Nánari upplýsingar er að finna á blaðsíðu 126. L (A) Nánari upplýsingar er að finna á blaðsíðu 125.
Dagatalsspilun Til að skoða myndir sem eru með ákveðna dagsetningu, ýttu á W hnappinn þegar 72 myndir eru sýndar. Spilun á öllum skjánum Dagatalsspilun Smámyndaspilun Ýttu á W hnappinn til að skipta á milli dagsetningalistans og smámyndalistans fyrir tiltekna dagsetningu. Notaðu fjölvirka valtakkann til að auðkenna dagsetningar í dagsetningalistanum eða til að auðkenna myndir í smámyndalistanum.
Nánari skoðun: Aðdráttur í spilun Ýttu á X hnappinn til að auka aðdrátt á myndina sem er spiluð í öllum skjánum eða myndina sem er auðkennd í smámyndaspilun eða dagatalsspilun. Eftirfarandi aðgerðir er hægt að framkvæma á meðan aðdráttur er virkur: Til að Notaðu Auka eða minnka aðdrátt X/W Skoða önnur svæði myndar P+ Velja andlit I Skoða aðrar myndir Afturkalla aðdrátt Breyta stöðu varnar Snúðu stjórnskífunni til að skoða sömu staðsetningu í öðrum myndum með sama aðdráttarhlutfalli.
Myndir varðar gegn eyðingu L hnappinn má nota þegar mynd er í spilun á öllum skjánum, þegar aðdráttur er notaður, með smámyndaspilun eða með dagatalsspilun, til að koma í veg fyrir að myndum sé óvart eytt. Ekki er hægt að eyða vörðum skrám með O hnappnum eða valkostinum Delete (Eyða) á spilunarvalmyndinni. Athuga ber að vörðum myndum verður eytt þegar minniskortið er forsniðið (0 23). Til að verja ljósmynd: 1 Veldu mynd.
Myndum eytt Til að eyða ljósmynd sem spiluð er á öllum skjánum eða auðkenndri mynd á smámyndalistanum, ýttu á O hnappinn. Til að eyða mörgum völdum myndum, öllum myndum með ákveðna dagsetningu, eða öllum myndunum í valdri spilunarmöppu skal nota valkostinn Delete (Eyða) á spilunarvalmyndinni. Þegar ljósmyndum hefur verið eytt er ekki hægt að endurheimta þær. Spilun á öllum skjánum, smámyndir og dagatalsspilun Ýttu á O hnappinn til að eyða valdri mynd. 1 Veldu mynd.
Spilunarvalmyndin Valkosturinn Delete (Eyða) á spilunarvalmyndinni er með eftirfarandi valkosti. Athugaðu að það fer eftir fjölda mynda hvað það tekur langan tíma að eyða. Valkostur Q Selected (Valdar) Lýsing Eyða völdum myndum. Select date Eyða öllum myndum sem teknar eru á ákveðnum degi. (Velja dagsetningu) Eyðir öllum myndum í möppunni sem valin hefur verið til spilunar R All (Allar) (0 146). n ❚❚ Selected (Valdar): Eyða völdum myndum 1 Veldu Delete (Eyða).
❚❚ Select Date (Velja dagsetningu): Ljósmyndum eytt sem eru með tiltekna dagsetningu 1 Veldu Select date (Velja dagsetningu). Á valmyndinni fyrir eyðingu skaltu velja Select date (Velja dagsetningu) og ýta á 2. 2 Auðkenndu dagsetningu. Ýttu á 1 eða 3 til að auðkenna dagsetningu. Ýttu á Wtil að skoða myndir sem teknar voru á auðkenndum degi. Notaðu fjölvirka valtakkann til að fletta í gegnum myndirnar, eða ýttu á X til að skoða valda mynd á öllum skjánum. Ýttu á W til að snúa aftur í dagsetningalistann.
Skyggnusýningar Valkosturinn Slide show (Skyggnusýning) á spilunarvalmyndinni er notaður til að spila skyggnusýningu í valdri spilunarmöppu (0 146). Til að birta skyggnusýningarvalmyndina er ýtt á G hnappinn og valið Slide show (Skyggnusýning) á spilunarvalmyndinni. G hnappur Valmyndin fyrir skyggnusýningar býður upp á eftirfarandi valkosti: Valkostur Lýsing Start (Byrja) Ræsir skyggnusýningu. Frame interval (Birtingartími Birtingartími hverrar myndar valinn.
I 130
QTengingar Þessi kafli útskýrir hvernig eigi að afrita ljósmyndir í tölvu, hvernig eigi að prenta út myndir, og hvernig eigi að skoða þær í sjónvarpstæki. Ljósmyndir skoðaðar í sjónvarpi ................................................................................ 132 Stöðluð skerputæki .................................................................................................................... 132 Háskerputæki ......................................................................................
Ljósmyndir skoðaðar í sjónvarpi Meðfylgjandi EG-CP14 hljóð- og myndefnissnúru (A/V) er hægt að nota til að tengja myndavélina við sjónvarp eða myndbandstæki til spilunar eða upptöku. Gerð C örpinna High-Definition Multimedia Interface (HDMI) snúru (fæst sér frá þriðja aðila) er hægt að nota til að tengja myndavélina við háskerpu myndspilara. Stöðluð skerputæki Áður en myndavélin er tengd við staðlað sjónvarp, gakktu úr skugga um að myndefnisstaðalinn (0 168) passi við þann sem notaður er fyrir sjónvarpið.
Háskerputæki Myndavélina er hægt að tengja við HDMI-tæki með því að nota C-gerð af örpinna HDMI-snúru (hægt að kaupa hana sér frá þriðja aðila). 1 Slökktu á myndavélinni. Alltaf skal slökkva á myndavélinni áður en HDMI snúran er tengd eða aftengd. 2 Tengdu HDMI-snúruna eins og sýnt er. Tengdu við háskerputæki (veldu snúru með tengi fyrir HDMI-búnað) 3 Samstilltu tækið við HDMI rásina. 4 Kveiktu á myndavélinni og ýttu á K hnappinn.
Tengst við tölvu Þessi hlutir lýsir hvernig á að nota meðfylgjandi UC-E6 USB snúru til að tengja myndavélina við tölvu. Áður en myndavél er tengd Áður en myndavélin er tengd, skaltu setja upp hugbúnaðinn á meðfylgjandi Software Suite geisladisk (sjá Stuttan leiðarvísi fyrir nánari upplýsingar). Til að tryggja að gagnaflutningur verði ekki rofin, skaltu ganga úr skugga um að EN-EL9a rafhlaðan sé fullhlaðin.
Myndavél tengd Tengdu myndavélina með meðfylgjandi USB snúru. 1 Slökktu á myndavélinni. 2 Kveiktu á tölvunni. Kveiktu á tölvunni og bíddu á meðan hún ræsir sig. 3 Tengdu USB snúruna. Tengdu USB snúruna eins og sýnt er. Ekki beita afli eða reyna að stinga tengjunum skáhalt inn. D USB deilbox Tengdu myndavélina beint við tölvuna, ekki tengja snúruna í gegnum USB-deilibox eða lyklaborð. 4 Kveiktu á myndavélinni. 5 Flyttu ljósmyndirnar.
Prentun ljósmynda Til að prenta valdar JPEG myndir á PictBridge prentara með beinni USB tengingu, skaltu fylgja skrefunum að neðan. Taktu myndir Veldu ljósmyndir til prentunar með Print set (DPOF) (Prenthópur (DPOF)) (0 143) Myndavél tengd við prentara (sjá að neðan). Prenta eina ljósmynd í einu (0 137) Prenta margar ljósmyndir (0 139) Búa til yfirlitsmyndir (0 142) Aftengdu USB snúruna.
3 Kveiktu á myndavélinni. Kveðjuskjár birtist á skjánum, í kjölfarið birtist PictBridge spilunarskjámynd. q w Ein mynd prentuð í einu 1 Veldu mynd. Ýttu á 4 eða 2 til að skoða fleiri myndir eða ýttu á 1 eða 3 til að skoða myndupplýsingar (0 117). Ýttu á X hnappinn til að auka aðdrátt á valinn ramma (0 124; ýttu á K til að hætta í aðdrætti). Til að skoða sex myndir á sama tíma, ýttu á W hnappinn.
Valkostur Lýsing Þessi valkostur er eingöngu í boði sé hann studdur af völdum prentara. Valmyndin sem sýnd er hér til hægri mun birtast. Ýttu á 1 eða 3 til að velja prentstíl Printer default (Sjálfgefið fyrir prentara) Border (prenta með sjálfgefnum stillingum prentarans), (Rammi) Print with border (Prenta með ramma) (prenta myndir með hvítum ramma) eða No border (Enginn rammi), ýttu því næst á J til að velja og fara aftur í fyrri valmynd.
Prenta margar myndir 1 Birtu PictBridge valmyndina. Ýttu á G hnappinn í PictBridge spilunarskjámyndinni (sjá skref 3 á blaðsíðu 137). G hnappur 2 Veldu valkost. Auðkenndu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu á 2. • Print select (Prenta valið): Veldu ljósmyndir til prentunar. • Select date (Velja dagsetningu): Prenta eitt eintak af öllum myndum sem teknar eru tiltekinn dag.
3 Velja myndir eða dagsetningu. Ef þú velur Print select (Prenta valið) eða Print (DPOF) (Prenta (DPOF)) í skrefi 2, notaðu fjölvirka valtakkann til að renna yfir myndirnar á minniskortinu. Til að birta valda mynd í fullri stærð, skaltu ýta á og halda inni X hnappinum. Til að velja valda mynd til prentunar, ýttu á W hnappinn og ýttu á 1. Myndin mun verða merkt með Z tákni og fjöldi prentaðra eintaka mun stillast á 1.
4 Birta prentvalkosti. Ýttu á J til að birta PictBridge prentvalkosti. 5 Stilla prentvalkosti. Ýttu á 1 eða 3 til að auðkenna valkost og ýttu á 2 til að velja. Valkostur Lýsing Valmynd með síðustærðum mun birtast (0 137; valkostir sem ekki eru studdir af völdum prentara eru ekki sýndir).
Prenta út yfirlitsmyndir Til að búa til yfirlitsmynd fyrir allar JPEG myndirnar á minniskortinu, veldu Index print (Yfirlitsmynd) í skrefi 2 í „Prenta margar myndir“ (0 139). Athugaðu að ef minniskortið inniheldur fleiri en 256 myndir, verða eingöngu fyrstu 256 myndirnar prentaðar. 1 Veldu Index print (Yfirlitsmynd). Sé Index print (Yfirlitsmynd) valið í PictBridge valmyndinni (0 139), birtast myndirnar á minniskortinu eins og sýnt er til hægri. 2 Birta prentvalkosti.
DPOF prentröð búin til: Prenthópur Valkosturinn Print set (DPOF) (Prenthópur (DPOF)) í spilunarvalmyndinni er notaður til að búa til stafrænar „prentraðir“ fyrir PictBridge-samhæfa prentara og búnað sem styður DPOF. Sé Print set (DPOF) (Prenthópur (DPOF)) valinn úr spilunarvalmyndinni, birtist valmyndin sem sýnd er í skrefi 1. 1 Veldu Select/set (Velja/stilla). Auðkenndu Select/set (Velja/stilla) og ýttu á 2.
4 Veldu prentunarvalkosti. Auðkenndu eftirfarandi valkosti og ýttu á 2 til að kveikja eða slökkva á auðkenndum valkostum (til að ljúka prentröðinni án þess að láta þessar upplýsingar fylgja, skaltu halda áfram að skrefi 5). • Data imprint (Gagnaprentun): Prenta lokarahraða og ljósop á allar myndir í prentröð. • Imprint date (Prenta dagsetningu): Dagsetning myndatöku prentuð á allar myndir í prentröð. 5 Ljúka prentröð. Auðkenndu Done (Búinn) og ýttu á J til að ljúka prentröðinni.
MLeiðarvísir valmyndar Valin valmynd er birt með því að ýta á G hnappinn; til að velja úr valmyndunum hér að neðan, ýttu á 4. Þessi kafli lýsir þeim valkostum sem í boði eru í valmyndunum að neðan. D Spilunarvalmyndin: Unnið með myndir ..................................................................... 146 C Tökuvalmynd: Töku valkostir ..................................................................................... 148 A Sérsniðnar stillingar: Fín-stilling myndavélar ................................
D Spilunarvalmyndin: Unnið með myndir Til að birta spilunarvalmyndina, ýttu á G og veldu D (spilunarvalmynd) flipann.
Image Review (Myndbirting) G hnappur ➜ D spilunarvalmynd Veldu hvort myndir birtist sjálfkrafa á skjánum strax eftir að mynd hefur verið tekin. Ef Off ef valið, verður eingöngu hægt að birta myndirnar með því að ýta á K hnappinn. Rotate Tall (Snúa háum) G hnappur ➜ D spilunarvalmynd Veldu hvort það á að snúa við „háum“ (andlitsmyndasnúningur) myndum fyrir birtingu á meðan á spilun stendur.
C Tökuvalmynd: Töku valkostir Til að birta tökuvalmynd, ýttu á G og veldu C (tökuvalmynd) flipann.
ISO Sensitivity Settings (Stillingar ISO-ljósnæmis) G hnappur ➜ C tökuvalmynd Stilla ISO-ljósnæmi (0 74). ❚❚ ISO Sensitivity Auto Control (Sjálfvirk stýring ISO-ljósnæmis) Sé Off valið fyrir ISO Sensitivity auto control (sjálfvirka stýringu ISO-ljósnæmis) í P, S, A og M sniðum, mun ISOljósnæmi haldast fast á því gildi sem valið var af notandanum (0 74).
Auto Distortion Control (Sjálfvirk bjögunarstýring) G hnappur ➜ C tökuvalmynd Veldu On til að draga úr tunnuafmyndun þegar teknar eru myndir með gleiðhornslinsu og til að draga úr nálapúðaafmyndun þegar teknar eru myndir með löngum linsum (athugaðu að það getur verið að brúnir þess svæðis sem sýnilegt er í leitarnum verði skorið burt í lokamyndinni og að sá tími sem það tekur að vinna úr ljósmyndunum áður en hægt er að vista þær aukist).
Long Exp. NR (Langtímalýsing NR) G hnappur ➜ C tökuvalmynd Ef On er valið, munu myndir sem teknar eru með lokarahraða hægari en 8 sek. verða unnar til að draga úr suði. Tíminn sem það tekur að vinna myndirnar er nokkurn veginn jafn völdum lokarahraða; á meðan á vinnslu stendur, mun „l m“ blikka í leitaranum og ekki verður hægt að taka myndir. Rammatíðni verður hægari og afköst biðminnisins minnka ef raðmyndataka er virk.
Active Folder (Virk mappa) G hnappur ➜ C tökuvalmynd Búðu til, endurnefndu eða eyddu möppum eða veldu möppuna þar sem næstu myndir verða vistaðar. • Select folder (Mappa valin): Veldu möppuna þar sem næstu myndir verða vistaðar. D5000 (sjálfgefin mappa) Valin mappa Aðrar möppur (í stafrófsröð) • New (Nýtt): Búðu til nýja möppu og nefndu hana eins og lýst er að neðan. • Rename (Endurnefna): Veldu möppu úr listanum og endurnefndu hana eins og sýnt er að neðan.
A Sérsniðnar stillingar: Fín-stilling myndavélar Til að birta valmyndina fyrir sérsniðnar stillingar, ýttu á G og veldu A (Valmynd sérsniðinna stillinga) flipann. G hnappur Sérsniðnar stillingar eru notaðar til að sérsníða myndavélarstillingar eftir þörfum hvers og eins.
Eftirfarandi sérsniðnar stillingar eru í boði: L Sérsniðin stilling A Reset custom settings (Endurstilla sérsniðnar stillingar) a Autofocus (Sjálfvirkur fókus) a1 AF-area mode (AF-svæðissnið) Built-in AF-assist illuminator a2 (Innbyggt AF-aðstoðaljós) a3 Live view autofocus (Sjálfvirkur fókus í skjáleitara) a4 Rangefinder (Fjarlægðarmælir) b Exposure (Lýsing) EV steps for exposure cntrl.
a: Autofocus (Sjálfvirkur fókus) a1: AF-area Mode (AF-svæðissnið) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Þessi valkostur ákvarðar hvernig fókuspunkturinn fyrir sjálfvirkan fókus er valinn (0 56).
a4: Rangefinder (Fjarlægðarmælir) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Veldu On til að nota lýsingarvísinn til að ákvarða hvort fókus myndavélarinnar er rétt stilltur í handvirku fókussniði (0 54; athugaðu að þessa aðgerð er ekki boðið upp á í tökusniði M, þar sem lýsingarvísirinn sýnir þess í stað hvort myndefnið er rétt lýst). Vísir Lýsing Vísir Lýsing Myndavél í fókus. Fókuspunktur er dálítið fyrir aftan myndefnið. Fókuspunktur er dálítið fyrir framan myndefnið.
c2: Auto off Timers (Tími sjálfvirks rofa) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Þessi valkostur ákvarðar hversu lengi kveikt er á skjánum ef engar aðgerðir eru framkvæmdar í spilun og á meðan valmynd er birt (Playback/menus (Spilun/valmyndir)), á meðan ljósmyndir eru birtar á skjánum eftir myndatöku (Image review (Myndbirting)) og hversu lengi helst kveikt á ljósmælingu, leitara og upplýsingaskjámynd þegar engar aðgerðir eru framkvæmdar (Auto meter-off (Slökkt á- sjálfvirkum ljósmæli)).
d: Shooting/Display (Myndataka/skjámynd) d1: Beep (Hljóðmerki) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Sé High (Hátt) (hár tónn) eða Low (Lágt) (lágur tónn) valið, mun hljóðmerkið hljóma á völdum hljóðstyrk þegar myndavélin stillir fókus fyrir stýrðan AF fyrir staka mynd (AF-S eða þegar teknar eru myndir af kyrrstæðu myndefni í AF-A fókussniði), þegar tímamælir afsmellara er að telja niður í sniði fyrir tímamælingu og fjarstýringu með seinkun (0 65, 67),eða þegar ljósmynd er tekin á sniðinu fyrir fjar
d4: File Number Sequence (Röð skráarnúmera) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Þegar ljósmynd er tekin, nefnir myndavélin skránna með því að bæta einum við síðasta skráarnúmer sem var notað. Þessi valkostur stýrir því hvort númeraröðun skráanna heldur áfram frá síðasta númeri sem notað var þegar ný mappa er búin til, frá því minniskortið var forsniðið eða nýtt minniskort látið í vélina.
d6: Date Imprint (Dagsetningarprentun) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Veldu þær dagsetningarupplýsingar sem prentaðar eru á ljósmyndir þegar þær eru teknar. Valkostur Off Date (Dagsetning) Date and time b (Dagsetning og tími) Date counter c (Dagateljari) a Lýsing Tími og dagsetning birtast ekki á ljósmyndum. Dagsetningin eða tími og dagsetning eru prentuð á ljósmyndir sem teknar eru þegar þessi valkostur er virkur. 15 . 04 . 2009 15 . 04 .
❚❚ Date Counter (Dagateljari) Myndir sem teknar eru á meðan þessi valkostur er virkur fá á sig prentað þann fjölda daga sem eftir er fram að dagsetningu í framtíðinni eða fjölda daga frá liðnum degi. Þetta er hægt að nota til að fylgjast með uppvexti barns eða telja niður dagana að afmæli eða brúðkaupi. 02 / 20 . 04 . 2009 02 / 24 . 04 . 2009 Framtíðardagsetning (tveir dagar eftir) Fortíðardagsetning (tveir dagar liðnir) Allt að þrjár aðskildar dagsetningar er hægt að vista í reiti 1,2 eða 3.
e: Bracketing/Flash (Frávikslýsing/flass) e1: Flash Cntrl for Built-in Flash (Flassstýring fyrir innbyggt flass) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Veldu flasssniðið fyrir innbyggða flassið í sniðunum P, S, A og M. Valkostur Lýsing 1 TTL Flassstyrkur er stilltur sjálfvirkt byggt á aðstæðum myndatöku. Manual Veldu flassstig á milli Full (Fullt) og 1/32 (1/32 af fullum styrk). Á fullum 2 (Handvirkt) styrk, er innbyggða flassið með styrkleikatöluna 18 (m, ISO 200, 20 °C).
f: Controls (Stýringar) f1: Assign E/Fn Button (Úthluta E/Fn hnappi) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Veldu það hlutverk sem Fn (E) hnappurinn á að gegna. Fn (E) hnappur Valkostur Self-timer (Tímamælir) Release mode (Raðmyndatökusnið) * Image quality/size (Myndgæði/stærð) * ISO sensitivity (ISO-ljósnæmi) * White balance (Hvítjöfnun) * Active D-Lighting (Virk D-lýsing) * Lýsing Ýttu á Fn (E) hnappinn til að kveikja og slökkva á E tímamælisniðinu (0 69).
f2: Assign AE-L/AF-L Button (Úthluta AE-L/AF-L hnappi) G hnappur ➜ A Valmynd sérsniðinna stillinga Veldu það hlutverk sem AE-L/AF-L hnappurinn á að gegna. . Valkostur Lýsing AE/AF lock B (AE/AF lás) AE lock only C (Eingöngu AE-lás) AF lock only F (Eingöngu AF-lás) Fókus og lýsing læsast á meðan ýtt er á AE-L/AF-L hnappinn. Lýsing læsist á meðan ýtt er á AE-L/AF-L hnappinn. E AE lock (Hold) (AE-lás (haldið)) A AF-ON (kveikt á AF) Fókus læsist á meðan ýtt er á AE-L/AF-L hnappinn.
B Uppsetningarvalmyndin: Uppsetning myndavélar Til að birta uppsetningarvalmyndina, ýttu á G og veldu B (uppsetningarvalmynd) flipann.
LCD Brightness (Birtustig skjásins) G hnappur ➜ B uppsetningarvalmynd Valmyndin fyrir birtustig skjásins inniheldur eftirfarandi valkosti: • LCD brightness (Birtustig skjásins): Valmyndin sem sýnd er til hægri mun birtast; auðkenndu 1 eða 3 til að velja birtustig skjásins. Hærri gildi eru valin fyrir hærra birtustig og lægri gildi fyrir lægra birtustig. • Auto dim (Sjálfvirk deyfing): Sé On valið, mun birta skjásins deyfast smátt og smátt á meðan tökuupplýsingar eru birtar.
„Classic (Hefðbundið)“ valmyndin er sýnd fyrir neðan. Myndavél snúið 90° til að taka mynd á háu (andlitsmynd) sniði Myndavél snýr venjulega 1 1 16 15 14 13 12 17 11 10 18 9 8 7 Programmed auto 2 3 4 PSet 5 29 28 27 26 4 3 5 6 16 15 14 13 2 8 7 25 19 20 21 22 23 24 6 1 Tökusnið i sjálfvirkt/ j Sjálfvirkt (flass slökkt)... 28 Umhverfissnið .................... 33 P, S, A og M snið .................. 80 2 Hjálpartákn........................... 221 3 Flash mode (Flasssnið) ........
Auto Information Display (Sjálfvirk upplýsingaskjámynd) G hnappur ➜ B uppsetningarvalmynd Þennan valkost er hægt að stilla aðskilið frá sjálfvirkum- og umhverfissniðum og fyrir P, S, A og M snið. Sé On valið; mun upplýsingaskjámyndin birtast eftir að afsmellaranum hefur verið ýtt hálfa leið niður; ef slökkt er á myndbirtingu (0 147), mun skjámyndin einnig birtast strax eftir að mynd er tekin. Veldu On ef þú finnur að þú þarft stöðugt að vera að leita til upplýsingaskjámyndarinnar á meðan á tökum stendur.
Time Zone and Date (Tímabelti og dagsetning) G hnappur ➜ B uppsetningarvalmynd Til að breyta tímabeltum, stilla klukku myndavélarinnar, velja birtingarröð dagsetningar og kveikja eða slökkva á sumartíma. Valkostur Lýsing Veldu tímabelti. Klukka myndavélarinnar er sjálfkrafa stillt á tímann í Time zone (Tímabelti) nýju tímabelti. Date and time Stilltu klukku myndavélarinnar (0 20). (Dagsetning og tími) Date format Veldu röðina sem dagur, mánuður og ár eru birt.
Auto Image Rotation (Sjálfvirkur myndsnúningur) G hnappur ➜ B uppsetningarvalmynd Ljósmyndir sem teknar eru á meðan On er valið innihalda upplýsingar um hvernig myndavélin snýr, þannig er hægt að snúa þeim sjálfvirkt á meðan á spilun stendur eða þegar verið er að skoða þær í ViewNX eða Capture NX 2 (fáanlegt sér; 0 202). Eftirfarandi stöður eru vistaðir: Landslagssnúningur (breiður) Myndavél snúið 90° réttsælis Myndavél snúið 90° rangsælis Staða myndavélarinnar er ekki vistuð þegar Off er valið.
Image Dust off Ref Photo (Samanburðarmynd fyrir rykhreinsun myndar) G hnappur ➜ B uppsetningarvalmynd Fáðu viðmiðunargögn fyrir samanburðamynd fyrir rykhreinsun valkostinn í Capture NX 2 (fæst sér; fyrir frekari upplýsingar, sjá Capture NX 2 handbókina). Image Dust Off ref photo (Samanburðarmynd fyrir rykhreinsun mynda) er eingöngu í boði þegar CPU-linsa hefur verið fest á myndavélina. Mælt er með því að notuð sé linsa með brennivídd að lágmarki 50 mm.
3 Viðmiðunargögnum rykhreinsunar safnað. Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka safna viðmiðunargögnum fyrir rykhreinsun. Það slokknar á skjánum þegar ýtt er á afsmellarann. Athugaðu að suðhreinsun mun verða framkvæmd ef myndefnið er illa lýst, sem lengir tökutíma. Ef viðmiðunarhluturinn er of bjartur eða of dimmur, getur verið að myndavélin geti ekki safnað viðmiðunargögnum rykhreinsunar og skilaboðin hægra megin munu birtast. Veldu annan viðmiðunarhlut og endurtaktu ferlið frá skrefi 1.
Eye-Fi Upload (Eye-Fi sendingar) G hnappur ➜ B uppsetningarvalmynd Þessi valkostur birtist eingöngu þegar Eye-Fi minniskort (fáanlegt sér frá þriðja aðila) hefur verið sett í myndavélina. Veldu Enable (Virkja) til að senda ljósmyndir á forvalinn stað. Athugaðu að ljósmyndum verður ekki hlaðið upp ef sendistyrkur er ónógur. Gættu að staðarlögum varðandi þráðlausan búnað og veldu Disable (Slökkva) þar sem þráðlaus búnaður er ekki leyfður.
N Lagfæringavalmyndin: Að búa til lagfærð afrit Til að birta lagfæringavalmynd, ýttu á G og veldu N (lagfæringavalmynd) flipann. G hnappur Lagfæringavalmyndin er notuð til að búa til snyrt eða lagfærð afrit af ljósmyndum á minniskortinu og er eingöngu í boði þegar minniskort með ljósmyndum er í myndavélinni. Hreyfimyndir er ekki hægt að lagfæra.
Lagfærð afrit búin til Til að búa til lagfært afrit: 1 Birta ljósmynd í öllum rammanum (0 116). A Lagfæra Það má vera að myndavélin geti ekki birt eða lagfært myndir sem búnar eru til með öðrum tækjum. 2 Ýttu á J til að birta lagfæringavalmyndina. A Slökkt á skjá (seinkun) Skjárinn mun slökkva sjálfkrafa á sér ef ekkert er gert í þann tíma sem ákvarðaður var í sérsniðnum stillingum c2 (Auto off timers (Tími sjálfvirks rofa)). Sjálfgefin stilling er 12 sek. 3 Birta lagfæringavalkosti.
G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd D-Lighting (D-lýsing) D-lýsing lýsir upp skugga, þar með tilvalið fyrir dökkar eða baklýstar ljósmyndir. Fyrir Eftir Ýttu á 1 eða 3 til að velja fjölda leiðréttinga sem gerðar voru. Útkomuna er hægt að forskoða í breytingaskjámyndinni. Ýttu á J til að gera afrit af ljósmyndinni.
G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Trim (Snyrta) Búa til skorið afrit af valinni ljósmynd. Ljósmyndin sem valin er birtist með völdum skurði sýndum í gulu; búðu til skorið afrit eins og lýst er í töflunni hér á eftir. Til að Auka stærð skurðar Minnka stærð skurðar Nota X W Lýsing Ýtt er á X hnappinn til að auka stærð skurðar. Ýtt er á W hnappinn til að minnka stærð skurðar. Breyta hlutföllum skurðar Snúðu stjórnskífunni til að skipta á milli myndhlutfalla 3 : 2, 4 : 3, 5 : 4, 1 : 1 og 16 : 9.
G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Monochrome (Einlitt) Vistaðu ljósmyndir sem Black-and-white (Svarthvítt), Sepia (Brúnleitt) eða Cyanotype (Blágerð) (einlitt blátt og hvítt). Sé Sepia (Brúnleitt) eða Cyanotype (Blágerð) valið, birtist valin mynd í forskoðun; ýttu á 1 til að auka litamettun, 3 til að minnka. Ýttu á J til að búa til einlitt afrit. Auka litamettun Minnka litamettun G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Filter Effects (Síuáhrif) Veldu á milli eftirfarandi síuáhrifa.
Valkostur Soft (Mjúkt) Lýsing Bæta við mjúkum síuáhrifum. Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja á milli 1 (hátt), 2 (venjulegt) eða 3 (lágt). Color Balance (Litajöfnun) G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Notaðu fjölvirka valtakkann til að búa til afrit með breyttri litajöfnun eins og sýnt er að neðan. Áhrifin birtast á skjánum ásamt rauðu, grænu og bláu stuðlariti (0 118) sem sýna dreifingu tóna í afritinu. Auka grænan tón Búa til lagfært afrit.
G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Small Picture (Lítil mynd) Til að búa til lítið eintak af valinni mynd. Eftirfarandi stærðir eru í boði: 0 1 2 Valkostur 640×480 320×240 160×120 Lýsing Hentar fyrir spilun í sjónvarpi. Hentar fyrir birtingu á netinu. Hentugt fyrir tölvupóst. Valkostinn fyrir litlar myndir er hægt að nota á meðan spilun á öllum skjánum er í gangi eins og sýnt er á blaðsíðu 175.
5 Ýttu á J til að ljúka aðgerð. Ýttu á J. Staðfestingargluggi mun birtast; auðkenndu Yes (Já) og ýttu á J til að gera afrit af myndunum á völdum stærðum og fara aftur í spilun. Til að hætta án þess að búa til afrit, auðkenndu No (Nei) og ýttu á J eða ýttu á G til að hætta og fara í lagfæringavalmyndina. A Litlar myndir skoðaðar Litlar myndir eru merktar með gráum ramma. Aðdráttur í spilun er ekki í boði þegar litlar myndir eru birtar.
Image Overlay (Myndyfirlögn) G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Myndyfirlögn sameinar tvær NEF (RAW) ljósmyndir sem fyrir eru og býr til eina mynd sem er vistuð sérstaklega; árangurinn, sem styðst við RAW gögn frá myndflögu myndavélarinnar, er greinanlega betri en yfirlögn sem gerð er með myndvinnslubúnaði. Nýja myndin er vistuð á völdum stillingum fyrir myndgæði og stærð; áður en yfirlögn er framkvæmd, skaltu stilla myndgæði og stærð (0 62, 64; allir valkostir eru í boði).
6 Velja mögnun. Auðkenndu Image 1 (Mynd 1) eða Image 2 (Mynd 2) og hámarkaðu lýsingu fyrir yfirlögnina með því að ýta á 1 eða 3 til að stilla mögnun völdu myndarinnar á gildi á bilinu 0,1 til 2,0. Endurtaktu þetta fyrir seinni myndina. Sjálfgefið gildi er 1,0; með því að velja 0,5 er mögnun skorin niður um helming, á meðan að ef 2,0 er valið, tvöfaldar það mögnunina. Áhrif mögnunarinnar má sjá í dálknum Preview (Forskoðun). 7 Auðkenndu Preview (Forskoðun) dálkinn.
NEF (RAW) Processing (NEF (RAW) vinnsla) G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Búðu til JPEG afrit af NEF (RAW) ljósmyndum. 1 Veldu NEF (RAW) Processing (NEF (RAW) vinnsla). Auðkenndu NEF (RAW) Processing (NEF (RAW) vinnsla) í lagfæringavalmyndinni og ýttu á 2 til að birta svarglugga fyrir myndaval sem dregur eingöngu upp lista yfir NEF (RAW) myndir sem gerðar voru með þessari myndavél. 2 Velja ljósmynd.
Quick Retouch (Fljótlegar lagfæringar) G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Búðu til afrit með aukinni litamettun og birtuskilum. D-lýsing er notuð þar sem hún er nauðsynleg til að lýsa upp dimmt eða baklýst myndefni. Ýttu á 1 eða 3 til að ákvarða magn aukningar. Útkomuna er hægt að forskoða í breytingaskjámyndinni. Ýttu á J til að afrita ljósmyndina. Straighten (Rétta af) G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Búðu til afrit af valinni mynd sem rétt hefur verið af.
G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Color Outline (Litaútlína) Búðu til útlínuafrit af ljósmyndunum til að nota sem grunn fyrir málverk. Útkomuna er hægt að forskoða í breytingaskjámyndinni. Ýttu á J til að afrita ljósmyndina. Fyrir Eftir Perspective Control (Sjónarhornsstýring) G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Búðu til afrit sem draga úr áhrifum sjónarhorns sem kemur þegar mynd er tekin við fót hárra fyrirbæra.
Stop-Motion Movie (Stop-Motion hreyfimynd) G hnappur ➜ N lagfæringavalmynd Með því að velja Stop-motion movie (Stop-motion hreyfimynd) úr lagfæringavalmyndinni birtist valmyndin sem sýnd er í skrefi 1. Fylgdu skrefunum að neðan til að búa til stop-motion hreyfimynd upp úr ljósmyndum sem teknar hafa verið með myndavélinni. 1 Veldu rammastærðina. Auðkenndu Frame size (Rammastærð) og ýttu á 2 til að birta valmynd með valkostum fyrir rammastærð. Auðkenndu þá rammastærð sem óskað er eftir og ýttu á J.
6 Veldu Save (Vista). Valmyndin sem sýnd er til hægri mun birtast; ef engra frekari breytinga er þörf, skaltu auðkenna Save (Vista) og ýta á J til að halda áfram að skrefi 7. Til að gera breytingar á hreyfimyndinni, auðkenndu Edit (Breyta) og ýttu á J. Eftirfarandi valkostir munu birtast: • Starting image (Upphafsmynd): Velja nýjan upphafsramma. • Middle image (Miðjumynd): Fjarlægja ramma úr miðju hreyfimyndarinnar. Ýttu á 4 og 2 til að auðkenna ljósmynd, 1 eða 3 til að fjarlægja L táknið.
Side-by-Side Comparison (Samanburður, hlið við hlið) Bera lagfærð afrit saman við upprunalegu ljósmyndirnar. Þessi valkostur er eingöngu í boði ef ýtt er á J hnappinn til að birta lagfæringavalmyndina þegar afrit eða frumeintak er spilað í öllum rammanum. ❚❚ Gera samanburð, hlið við hlið 1 Veldu mynd. Veldu lagfært afrit (táknað með N tákni) eða ljósmynd sem hefur verið lagfærð í spilun í öllum rammanum og ýttu á J. 2 Veldu Side-by-side comparison (Samanburður, hlið við hlið).
m Recent Settings (Nýlegar stillingar)/ O My Menu (Valmyndin mín) Myndavélin býður upp á val milli tveggja sérsniðinna valmynda: valmynd með nýlegum stillingum sem samanstendur af þeim tuttugu stillingum sem síðast voru notaðar, sem bætt er efst í valmyndina í þeirri röð sem þær voru notaðar og Valmyndin mín, sérsniðinn listi af valmöguleikum úr valmyndum fyrir spilun, töku, sérsniðnar stillingar, uppsetningu og lagfæringar.
O My Menu (Valmyndin mín): Sérsniðin valmynd búin til Valkostinn My Menu (Valmyndin mín) er hægt að nota til að búa til og breyta sérsniðnum lista af allt að 20 valkostum úr valmyndum fyrir spilun, töku, sérsniðnar stillingar, uppsetningu og lagfæringar. Hægt er að bæta við, eyða og endurraða valkostum eins og lýst er að neðan. ❚❚ Bæta valkostum í Valmyndin mín 1 Veldu Add items (Bæta við atriðum). Auðkenndu Add items (Bæta við atriðum) í Valmyndin mín og ýttu á 2. 2 Veldu valmynd.
3 Veldu Done (Búinn). Auðkenndu Done (Búinn) og ýttu á J. 4 Eyddu völdum atriðum. Staðfestingargluggi mun birtast. Veldu J til að eyða völdum atriðum. A Atriðum eytt í Valmyndin mín Til að eyða atriðinu sem auðkennt er í Valmyndin mín, ýttu á O hnappinn. Staðfestingargluggi mun birtast; ýttu aftur á O til að fjarlægja valið atriði úr Vallmyndin mín. ❚❚ Endurraða valkostum í Valmyndin mín 1 Veldu Rank items (Raða atriðum). Í Valmyndin mín, auðkenndu Rank items (Raða atriðum) og ýttu á 2.
nTæknilýsing Lestu þennan kafla til að fá upplýsingar um samhæfðan aukabúnað, þrif og geymslu myndavélarinnar og hvað gera á ef villuboð koma upp eða ef þú lendir í vandræðum með myndavélina. Samhæfar linsur............................................................................................................. 194 Samhæfar CPU linsur ................................................................................................................. 194 Samhæfar linsur sem ekki eru CPU....................
Samhæfar linsur Samhæfar CPU linsur Sjálfvirkur fókus er eingöngu í boði fyrir AF-S og AF-I CPU linsur; sjálfvirkur fókus er ekki studdur fyrir aðrar (AF) linsur með sjálfvirkan fókus. Ekki er hægt að nota IX NIKKOR linsur.
Samhæfar linsur sem ekki eru CPU Linsur sem ekki eru CPU má eingöngu nota þegar að myndavélin er á sniði M. Sé annað snið valið, slekkur það á afsmellaranum. Ljósopið þarf að stilla handvirkt með ljósopshring linsunnar og ljósmælingakerfi myndavélarinnar, ekki er hægt að nota iTTL flassstýringu né aðra eiginleika sem krefjast CPU-linsu. Sumar linsur sem ekki eru CPU-linsur er ekki hægt að nota; sjá „Ósamhæfur aukabúnaður og linsur sem ekki eru CPU-linsur,“ að neðan.
D Innbyggða flassið Innbyggða flassið er hægt að nota með linsum með brennivíddina 18–300 mm, þó að í sumum tilfellum megi vera að flassið geti ekki lýst myndefnið að fullu á ákveðnum fjarlægðum eða brennivíddina vegna skugga sem linsan varpar, á meðan að linsur sem skyggja á þannig að myndefnið sér ekki ljósið sem notað er til að lagfæra rauð augu geta truflað lagfæringu á rauðum augum. Linsuskyggnið er fjarlægt til að koma í veg fyrir skugga.
D AF-aðstoðalýsing AF-aðstoðalýsing er ekki í boði með eftirfarandi linsum: • AF-S NIKKOR 14–24mm f/2,8G ED • AF-S VR 200mm f/2G ED • AF-S VR 70–200mm f/2,8G ED • AF-S VR 200–400mm f/4G ED • AF-S 80–200mm f/2,8D ED Á öllum fjarlægðum undir 1 m, má vera að eftirfarandi linsur skyggi á AF-aðstoðaljósið og trufli sjálfvirka fókusinn þegar ljós er af skornum skammti: • AF-S 17–35mm f/2,8D ED • AF-S NIKKOR 24–70mm f/2,8G ED • AF-S DX 17–55mm f/2,8G ED • AF-S VR 24–120mm f/3,5–5,6G ED • AF-S DX NIKKOR 18–105mm f
Auka flassbúnaður (Speedlights) Myndavélin styður Nikon Creative Lighting System (CLS) og má nota með CLSsamhæfum flassbúnaði. Aukalegan flassbúnað er hægt að festa beint á festinguna fyrir aukabúnað á myndavélinni eins og lýst er að neðan. Festingin fyrir aukabúnað kemur með öryggislás fyrir flassbúnað með láspinna, svo sem SB-900, SB-800, SB-600 og SB-400. 1 Fjarlægðu hlífina af festingunni fyrir aukabúnað. 2 Festu flassbúnaðinn á festinguna fyrir aukabúnað.
❚❚ CLS-samhæfur flassbúnaður Þessa myndavél er hægt að nota með eftirfarandi CLS-samhæfum flassbúnaði: • SB-900, SB-800, SB-600, SB-400 og SB-R200: Flassbúnaður SB-900 1 SB-800 SB-600 SB-400 SB-R200 2 ISO 100 34 38 30 21 10 Leiðbeiningar nr. 3 ISO 200 48 53 42 30 14 1 Ef litasía er fest á SB-900 þegar AUTO (sjálfvirkt) eða N (flass) er valið fyrir hvítjöfnun mun myndavélin sjálfkrafa finna síuna og stilla hvítjöfnunina samkvæmt henni.
❚❚ Annar flassbúnaður Hægt er að nota eftirfarandi flassbúnað á sjálfvirku sniði sem ekki er með TTL og handvirku sniði. Flassbúnaður SB-80DX, SB-28DX, SB-28, SB-30, SB-27 2, SB-22S, SB-23, SB-29 3, SB-26, SB-25, SB-24 SB-50DX 1 SB-22, SB-20, SB-16B, SB-15 SB-21B 3, SB-29S 3 Sjálfvirkt sem ekki ✔ — ✔ — A er TTL Meðalstór Handvirkt ✔ ✔ ✔ ✔ G Endurtekið flass ✔ — — — Samstillt við aftara REAR ✔ ✔ ✔ ✔ lokaratjald 4 1 Á P, S, A og M sniðum, lækkaðu innbyggða flassið og notaðu aukaflassbúnað eingöngu.
D Athugasemdir um aukaflassbúnað (áframhaldandi) SB-900, SB-800, SB-600 og SB-400 bjóða upp á lagfæringar á rauðum augum, á meðan að SB-900, SB-800, SB-600 og SU-800 bjóða upp á AF-aðstoðalýsingu með eftirfarandi takmörkunum: • SB-900: Virk AF-aukalýsing er í boði fyrir alla fókuspunkta; með 17–135 mm AF-linsum, hins vegar er sjálfvirkur fókus ekki í boði fyrir fókuspunktana sem sýndir eru í 17–105 mm 106–135 mm gráu.
Annar aukabúnaður Þegar þetta er skrifað, er eftirfarandi aukabúnaður í boði fyrir D5000. n 202 • Endurhlaðanleg litíum-rafhlaða EN-EL9a (0 16–17): Aukalegar EN-EL9a rafhlöður eru fáanlegar frá smásölum á þínu svæði og þjónustufulltrúum Nikon. EN-EL9a er hægt að endurhlaða með því að nota MH-23 fljótvirkt hleðslutæki. EN-EL9 rafhlöður er einnig hægt að nota. • MH-23 fljótvirkt hleðslutæki (0 16): MH-23 er hægt að nota til að endurhlaða Aflgjafar EN-EL9a og EN-EL9 rafhlöður.
ML-L3 þráðlaus fjarstýring (0 67): Notist sem fjarstýrður afsmellari fyrir sjálfsmyndir eða til að fyrirbyggja að myndir verði óskýrar vegna hristings. ML-L3 notar 3 V CR2025 rafhlöðu. Fjarstýringar Á meðan krækjunni á rafhlöðuhólfinu er ýtt til hægri (q), skaltu stinga nöglinni inn í opið og opna rafhlöðuhólfið (w). Gakktu úr skugga um að rafhlaðan snúi rétt (r).
Að festa straumbreytistengi og straumbreyti Slökktu á myndavélinni áður en þú festir aukalegt straumbreytistengi og straumbreyti. 1 Hafðu myndavélina tilbúna. Opnaðu rafhlöðuhólfið (q) og hlífina yfir (w) raftengjunum. 2 Stingdu inn EP-5 straumbreytistenginu. Vertu viss um að stinga straumbreytistenginu rétt inn. 3 Lokaðu rafhlöðulokinu. Staðsettu straumbreytistengið þannig að það fari í gegnum raufina fyrir straumbreytistengið og lokaðu rafhlöðulokinu. 4 Tengdu straumbreytinn.
Umhirða myndavélarinnar Geymsla Þegar ekki á að nota myndavélina í lengri tíma, leggðu þá skjáinn í geymslustöðu, fjarlægðu rafhlöðuna og geymdu hana á svölum, þurrum stað með tengjahlífina áfasta. Geyma skal myndavélina á þurrum og vel loftræstum stað til að koma í veg fyrir myglumyndun. Ekki geyma myndavélina þína með nafta eða kamfóru mölkúlum eða á stöðum sem: • eru illa loftræstir eða þar sem rakastig er yfir 60% • eru nálægt búnaði sem gefur frá sér sterkt segulsvið, t.d.
Lágtíðnihliðið Myndflagan sem virkar sem myndeigandi myndavélarinnar er skorðuð af með lágtíðnihliði til að koma í veg fyrir moiré-mynstur. Ef þig grunar að óhreinindi eða ryk á síunni sé farið að sjást á ljósmyndum, getur þú þrifið síuna með því að nota Clean image sensor (Þrífa myndflögu) valkostinn í uppsetningarvalmyndinni. Síuna er hægt að þrífa hvenær sem er með því að nota Clean now (Hreinsa núna) valkostinn eða hægt er að framkvæma þrifin sjálfvirkt þegar þú kveikir eða slekkur á myndavélinni.
❚❚ „Clean at startup/shutdown (Hreinsa við ræsingu/þegar slökkt er)“ 1 Veldu Clean at startup/shutdown (Hreinsa við ræsingu/þegar slökkt er). Kallaðu fram Clean image sensor (Hreinsa myndflögu) valmyndina eins og lýst var í Skrefi 2 á síðustu blaðsíðu. Auðkenndu Clean at startup/shutdown (Hreinsa við ræsingu/þegar slökkt er) og smelltu á 2. 2 Veldu valkost. Auðkenndu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu á J.
❚❚ Handvirk hreinsun Ef ekki er hægt að fjarlægja aðskotahluti af lágtíðnihliðinu með Clean image sensor (Hreinsun myndflögu) valkostinum í uppsetningarvalmyndinni (0 206), er hægt að þrífa síuna handvirkt eins og lýst er að neðan. Athuga ber samt sem áður að sían er ákaflega fíngerð og viðkvæm. Nikon mælir með því að sían sé eingöngu þrifin af viðurkenndum þjónustuaðilum Nikon. 1 Settu rafhlöðuna í hleðslu eða straumbreyti í samband.
7 Þrífa síuna. Fjarlægðu allt ryk og ló af síunni með blásara. Ekki nota blásarabursta þar sem burstinn getur skaðað síuna. Óhreinindi sem ekki er hægt að fjarlægja með blásara getur aðeins viðurkenndur Nikon-þjónustuaðili fjarlægt. Þú skalt undir engum kringumstæðum snerta eða strjúka af síunni. 8 Slökktu á myndavélinni. Spegillinn leggst aftur niður og lokaratjaldið lokast. Festu linsuna eða lokið á húsinu aftur á. A Notaðu áreiðanlegan aflgjafa Lokaratjaldið er fíngert og viðkvæmt.
Umhirða myndavélar og rafhlöðu: Aðgát Ekki missa vélina: Varan getur bilað ef hún verður fyrir miklu höggi eða titringi. Halda skal vörunni þurri: Vara þessi er ekki vatnsheld og getur bilað ef hún fer ofan í vatn eða lendir í miklum raka. Ryðgun innri vélbúnaðarins getur valdið óbætanlegum skemmdum.
Geymsla: Geyma skal myndavélina á þurrum og vel loftræstum stað til að koma í veg fyrir myglumyndun. Ef þú notar straumbreyti, taktu hann úr sambandi til að koma í veg fyrir eldsvoða. Ef ekki á að nota myndavélina í lengri tíma skal fjarlægja rafhlöðuna til að koma í veg fyrir leka og geyma vélina í plastpoka og með þurrkandi efnum. Hinsvegar skal ekki geyma myndavélatöskuna í plastpoka þar sem það getur valdið því að efni hennar skemmist.
Stillingar sem í boði eru Eftirfarandi töflur útlista þær stillingar sem hægt er að breyta á hverju sniði.
Sérsniðnar stillingar 3 e1: Flash cntrl for built-in flash (Flassstýring fyrir innbyggt flass) e2: Auto bracketing set (Sjálfvirk frávikslýsing stillt) f1: Assign E/Fn button (Úthluta E/Fn hnappi) f2: Assign AE-L/AF-L button (Úthluta AE-L/AF-L hnappi) f3: Reverse dial rotation (Andstæður skífusnúningur) f4: No memory card? (Ekkert minniskort?) f5: Reverse indicators (Andstæðir vísar) i j k l p m n o P S A M — — — — — — — — ✔ ✔ ✔ ✔ — — — — — — — — ✔ ✔ ✔ ✔ ✔ ✔ ✔ ✔ ✔
Sérsniðnar stillingar 3 r c1: Shutter-release button AE-L (Afsmellari AE-L) ✔ c2: Auto off timers (Tími sjálfvirks rofa) ✔ c3: Self-timer (Tímamælir) ✔ c4: Remote on duration (Tímalengd fjarstýringar) ✔ d1: Beep (Hljóðmerki) ✔ d2: Viewfinder grid display (Skjámynd fyrir ✔ hnitanet leitara) d3: ISO display (ISO-skjámynd) ✔ d4: File number sequence (Röð skráarnúmera) ✔ d5: Exposure delay mode (Snið fyrir frestun ✔ lýsingar) d6: Date imprint (Dagsetningarprentun) ✔ d7: Live view display options (Valkostir fyr
Minniskortsgeta Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan fjölda mynda sem hægt er að vista á 4 GB SanDisk Extreme III 30MB/s Edition SDHC korti á mismunandi myndgæða- og myndstærðarstillingum.
Lýsingarkerfi Lýsingarkerfið fyrir sjálfvirkt kerfi er sýnt í eftirfarandi grafi: F (brennivídd linsu) ≤ 55 mm 55mm < F ≤ 135 mm 135 mm < F f1 f1,4 f2 f4 f5,6 f8 f1,4 − f22 Ljósop f2,8 f11 f16 f22 f32 Lokarahraði Hámarks og lágmarks gildi fyrir EV fer eftir ISO-ljósnæmi; ofangreint graf gerir ráð fyrir ISO-ljósnæmi samsvarandi ISO 200. Þegar fylkisljósmæling er notuð, eru gildi yfir 171/3 EV minnkuð niður í 171/3 EV.
Úrræðaleit Ef myndavélin vinnur ekki rétt, skal fara yfir lista algengra vandamála hér að neðan áður en samband er haft við söluaðila eða viðurkenndan þjónustufulltrúa Nikon. Skjámynd Leitarinn er úr fókus: Stilltu leitarafókus eða notaðu aukalega leiðréttingarlinsu fyrir augngler (0 25, 202). Leitari er dimmur: Settu fullhlaðna rafhlöðu í myndavélina (0 16, 28). Skjámyndirnar slökkva á sér án viðvörunar: Veldu lengri töf fyrir sérsniðna stillingu c2 (Auto off timers (Tími sjálfvirks rofa), 0 157).
Tökur (öll snið) Myndavélin er lengi að kveikja á sér: Eyddu skrám eða möppum. Afsmellari óvirkur: • Minniskortið er læst, fullt eða ekki í (0 22, 24, 29). • Innbyggða flassið er að hlaða sig (0 32). • Myndavélin er úr fókus (0 31). • CPU linsa með ljósopshring tengd en ljósop ekki læst á hæsta f-númer (0 194). • Linsa sem ekki er CPU-linsa er tengd en myndavélin er ekki á sniði M (0 195). • Release locked (Smellari læstur) er valið í sérsniðinni stillingu f4 (No memory card? (Ekkert minniskort?), 0 164).
Kám á ljósmyndunum: Hreinsaðu topp- og botnhluta linsunnar. Ef vandamálið hverfur ekki, skaltu setja myndflöguhreinsun í gang (0 206). Dagsetning prentast ekki á ljósmyndirnar: NEF (RAW) eða NEF+JPEG valkostur valinn fyrir myndgæði (0 62, 160). Ekki hægt að velja atriði í valmynd: Sumir valkostir eru ekki í boði fyrir öll snið. Tökur (P, S, A, M) Afsmellari óvirkur: • Linsa sem ekki er CPU linsa er áföst: snúðu stilliskífu myndavélarinnar að M (0 195).
Spilun Flasssvæði, tökugögn eða gröf birtast á myndunum: Ýttu á 1 eða 3 til að velja að myndupplýsingar séu birtar eða breyta stillingum fyrir Display mode (Skjástillingu) (0 117, 146). NEF (RAW) mynd spilast ekki aftur: Ljósmynd var tekin með myndgæði NEF + JPEG (0 63). Sumar myndir eru ekki sýndar í spilun: Veldu All (Allt) fyrir Playback folder (Spilunarmappa). Athugaðu að Current (Núverandi) er sjálfkrafa valið eftir að ljósmynd hefur verið tekin (0 146).
Villuboð Þessi hluti er listi yfir alla vísa og villuboð sem birtast í leitaranum og á skjánum. A Viðvörunartákn Blikkandi d á skjánum eða s í leitaranum gefur til kynna að hægt sé að birta viðvörun eða villuboð á skjánum með því að ýta á Q (W) hnappinn. Vísir Skjár Lock lens aperture ring at minimum aperture. (largest f/-number) (Læsa ljósopshring linsunnar á minnsta ljósopi (hæsta f/-númer).) Lens not attached. (Linsa ekki fest á.) Shutter release disabled. Recharge battery. (Afsmellari óvirkur.
Vísir Skjár — Subject is too bright. (Myndefni er of bjart.) Subject is too dark. (Myndefni er of dimmt.) No Bulb in S mode. (Engin b-stilling á S sniði.) Interval timer shooting (Myndataka með millibilstíma) — Flash is in TTL mode. Choose another setting or use a CPU lens. (Flass er á TTL sniði. Veldu aðra stillingu eða notaðu CPU-linsu.) — Flash error (Flassvilla) Eye-Fi upload could not be disabled. The card is still transmitting and pictures may be uploaded.
Vísir Skjár Leitari Error. Press shutter release button again. (Villa. Ýttu aftur á afsmellarann.) Start-up error. Contact a Nikon-authorized service representative. (Villa við ræsingu. Hafðu samband við viðurkenndan þjónustufulltrúa Nikon.) Autoexposure error. Contact a Nikonauthorized service representative. (Villa með sjálfvirka lýsingu. Hafðu samband við viðurkenndan þjónustufulltrúa Nikon.) O (blikkar) Úrræði 0 Slepptu afsmellaranum.
Tæknilýsing ❚❚ Nikon D5000 stafræn myndavél Gerð Gerð Linsufesting Áhrifaríkt myndhorn Virkir pixlar Virkir pixlar Myndflaga Myndflaga Heildarfjöldi pixla Kerfi til að draga úr ryki Stafræn spegilmyndavél Nikon F festing (með AF-tengi) Áætlað 1,5 × brennivídd (Nikon DX snið) 12,3 milljónir 23,6 × 15,8 mm CMOS-flaga 12,9 milljónir Myndflöguhreinsun, samanburðargögn fyrir rykhreinsun (krefst aukalegs Capture NX 2 hugbúnaðar) Geymsla Myndastærðir (pixlar) • • Skráarsnið • • Myndstýringakerfi Miðill Skráaker
Linsa Samhæfar linsur • AF-S eða AF-I: Allar aðgerðir studdar • Gerð G eða D AF NIKKOR án innbyggðrar vélar fyrir sjálfvirkan fókus: Allar aðgerðir studdar fyrir utan sjálfvirkan fókus. IX NIKKOR linsur ekki studdar. • Aðrar AF NIKKOR: Allar aðgerðir studdar fyrir utan sjálfvirkan fókus og 3D litafylkisljósmælingu II. Linsur fyrir F3AF ekki studdar. • D-gerð PC NIKKOR: Allar aðgerðir studdar fyrir utan sjálfvirkan fókus og sum tökusnið.
Lýsing Frávikslýsing á hvítjöfnun ADL frávikslýsing Læsing lýsingar ISO-ljósnæmi (ljóskvarði sem mælt er með) Virk D-lýsing Fókus Sjálfvirkur fókus Greiningardrægi Stýribúnaður linsu Fókuspunktur AF-svæðissnið Fókuslás Flass Innbyggt flass Styrkleikatala (m, við 20 °C) Flassstýring Flasssnið n Flassuppbót 226 3 rammar í skrefum 1 2 rammar Birtustig læst á ákvörðuðu gildi með AE-L/AF-L hnappi ISO 200 – 3200 í skrefum 1/3 EV. Má einnig stilla á u.þ.b.
Flass Stöðuvísir flassins Festing fyrir aukabúnað Nikon ljósblöndunarkerfið (CLS) Samstillingartengi Hvítjöfnun Hvítjöfnun Skjáleit AF snið Sjálfvirkur fókus Kviknar þegar innbyggt flass eða aukaflassbúnaður svo sem SB-900, SB-800, SB-600, SB-400, SB-80DX, SB-28DX eða SB-50DX er fullhlaðið; blikkar í 3 sek.
Aflgjafi Rafhlaða Straumbreytir Ein endurhlaðanleg EN-EL9a litíumrafhlaða EH-5a straumbreytir; þarfnast EP-5 straumbreytistengis (fæst sér) Skrúfgangur fyrir þrífót Skrúfgangur fyrir þrífót 1/4 tommur (ISO 1222) Mál/þyngd Mál (B × H × D) U.þ.b 127 × 104 × 80 mm Þyngd U.þ.b.
AF-S DX NIKKOR 18–55mm f/3,5–5,6G VR linsa Gerð G-gerð AF-S DX aðdráttar-NIKKOR linsu með innbyggðu CPU og Nikon bayonet-festingu Studdar myndavélar Stafrænar Nikon SLR myndavélar (DX snið) Brennivídd 18–55mm Hámarks ljósop f/3,5–5,6 Uppbygging 11 einingar í 8 hópum (að meðtalinni 1 ókúptri einingu) Myndhorn 76 °–28 ° 50 ´ Brennivíddarkvarði 18, 24, 35, 45, 55 (mm) Upplýsingar um Úttak í myndavél fjarlægð Aðdráttarstýring Aðdráttur stilltur með því að snúa sérstökum aðdráttarhring Stilla fókus Sjálfvirkur f
❚❚ Studdir staðlar • DCF útgáfa 2.0: Hönnunarreglan fyrir skráarkerfi myndavélarinnar (DCF) er staðall sem er notaður víða í stafræna myndavélaiðnaðinum til að tryggja samrýmanleika á meðal ólíkra tegunda myndavéla. • DPOF: (DPOF) (stafrænt prentraðarforsnið) er sameiginlegur staðall iðnaðarins, sem gerir notandanum kleift að prenta myndir út úr prentröðum sem eru geymdar á minniskortinu. • Exif útgáfa 2.
Endingartími rafhlöðu Sá fjöldi mynda sem hægt er að taka með fullhlaðinni rafhlöðu veltur á ástandi rafhlöðunnar, hitastigi og hvernig myndavélin er notuð. Viðmiðunartölur fyrir EN-EL9a (1080 mAh) rafhlöður eru gefnar upp að neðan.
Atriðaorðaskrá Tákn i (Sjálfvirkur hamur).................... 28 j (Sjálfvirkur (flass slökkt) hamur) 28 k (Andlitsmynd)............................. 34 l (Landslag) .................................... 34 p (Barn)............................................. 34 m (Íþróttir)......................................... 34 n (Nærmynd) .................................. 35 o (Andlitsmynd að nóttu til) ..... 35 r (Næturlandslag)......................... 35 s (Veisla/innandyra).....................
Fjarstýring með hraðri svörun (Raðmyndatökusnið) ...................65 Fjarstýring með seinkun (Raðmyndatökusnið) ............65, 67 Fjarstýringarsnúra................. 86, 203 Fjöldi mynda.................................. 157 Flass ............................. 32, 70, 71, 198 Flass (hvítjöfnun).............................96 Flasssnið .............................................71 Flassstýring..................................... 162 Flassstýring fyrir innbyggt flass ..... 162 Flassuppbót ..............
R Raða atriðum (VALMYNDIN MÍN) .. 192 Raðmyndataka (Raðmyndatökusnið)................... 65 Raðmyndatökusnið ....................... 65 Rafhlaða............................... 16, 17, 28 Rafhlaða hlaðin ............................... 16 Rafhlaða klukkunnar ..................... 21 Rammi (PictBridge)............ 138, 141 Rauð augu lagfærð ......................176 Rauður myndskerpir (Síuáhrif) 178 Rétta af.............................................185 RGB..........................................
235
236
Q0770_UM_Is_Cover.fm Page 1 Tuesday, March 9, 2010 12:09 PM STAFRÆN MYNDAVÉL Notendahandbók Hvers lags afritun á þessari handbók í heilu lagi eða í hlutum (nema í stuttum tilvitnunum í ritdómum eða úttektum), er bönnuð án skriflegs leyfis frá NIKON CORPORATION.