Notendahandbók
57
z
3 Veldu AF-svæðissnið.
Auðkenndu einn af eftirtöldum valkostum og
ýttu á J.
Valkostur Lýsing
c
Single point
(Einn
punktur)
Notandi velur fókuspunkt með fjölvirka valtakkanum (0 58);
myndavélin stillir eingöngu fókus á myndefni í völdum
fókuspunkti.
Notist fyrir kyrrstæð myndefni.
d
Dynamic area
(Kvikt svæði)
Í AF-A og AF-C fókussniði, velur notandinn fókuspunkta handvirkt
(0 58), en myndavélin mun stilla fókus byggt á upplýsingum frá
nærliggjandi fókuspunktum ef myndefnið færir sig úr völdum
fókuspunkti.
Notist fyrir myndefni sem hreyfist óreglulega.
Í AF-S
fókussniði, velur notandinn fókuspunkta handvirkt (0 58);
myndavélin stillir eingöngu fókus á myndefni í völdum
fókuspunkti.
e
Auto-area
(Sjálfvirkt
svæði)
Myndavél greinir myndefni sjálfkrafa og velur fókuspunkt.
f
3D-tracking
(11 points)
(3D-eltifókus
(11 punktar))
Í AF-A og AF-C fókussniðum, velur notandinn fókuspunkta með fjölvirka
valtakkanum (0 58).
Ef myndefnið hreyfir sig eftir að myndavélin
hefur stillt fókus, mun myndavélin nota 3D-eltifókus til að velja nýja
fókuspunkta og halda fókusnum læstum á upprunalega myndefnið
þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður.
Ef myndefni hverfur úr
leitaranum skaltu taka fingurinn af afsmellaranum og breyta
myndbyggingu með myndefnið í völdum fókuspunkti.
Í AF-S
fókussniði, velur notandinn fókuspunkta handvirkt (0 58);
myndavélin stillir eingöngu fókus á myndefni í völdum
fókuspunkti.
A AF-Area Mode (AF-svæðissnið)
AF-svæðissnið er einnig hægt að velja úr valmyndinni fyrir sérsniðnar
stillingar (0 155).
Það sem valið er með AF-svæðissniði í tökusniði
öðru en P, S, A eða M endurstillist þegar annað tökusnið er valið.
A 3D-tracking (11 Points) (3D-eltifókus (11 punktar))
Þegar afsmellara er ýtt hálfa leið niður, vistast litirnir í svæðinu umhverfis fókuspunktinn.
Þess vegna getur verið að 3D-eltifókus skili ekki ætluðum niðurstöðum fyrir myndefni sem
eins á litinn og bakgrunnurinn.