Notendahandbók

74
z
ISO Sensitivity (ISO-ljósnæmi)
„ISO-ljósnæmi“ er stafrænt jafngildi filmuhraða.
Því hærra sem ISO ljósnæmið er, því
minni birtu þarf fyrir lýsingu myndar, sem býður upp á hærri lokarahraða eða minna
ljósop.
1 Farðu með bendilinn á upplýsingaskjámyndina.
Ef tökuupplýsingar birtast ekki á skjánum, skaltu ýta á R hnappinn.
Ýttu á P
hnappinn til að fara með bendilinn á upplýsingaskjámyndina.
2 Birta valkosti fyrir ISO-ljósnæmi.
Auðkenndu valið ISO-ljósnæmi í
upplýsingaskjámyndinni og ýttu á J.
3 Veldu ISO-ljósnæmi.
Auðkenndu valkost og ýttu á J.
ISO-ljósnæmi er
hægt að stilla á gildi sem gróflega samsvarar ISO
200 og ISO 3200 í skrefum sem samsvara
1
/3 EV.
Við sérstakar aðstæður, er hægt að lækka ISO-
ljósnæmi niður fyrir ISO 200 um u.þ.b. 0.3 EV
(Lo 0.3, jafngildi ISO 160), 0.7 EV (Lo 0.7, jafngildi ISO 125) eða 1.0 EV (Lo 1,
jafngildi ISO 100) eða hækka yfir ISO 3200 um u.þ.b. 0.3 EV (Hi 0.3, jafngildi ISO
4000), 0.7 EV (Hi 0.7, jafngildi ISO 5000) eða 1.0 EV (Hi 1, jafngildi ISO 6400).
Sjálfvirk snið og umhverfissnið bjóða einnig upp á AUTO valkost, sem gerir
myndavélinni kleyft að stilla ISO-ljósnæmi sjálfvirkt til að bregðast við
birtuskilyrðum.
R hnappur
Upplýsingaskjámynd
P hnappur