Notendahandbók

150
i
Veldu On til að draga úr tunnuafmyndun þegar teknar eru
myndir með gleiðhornslinsu og til að draga úr
nálapúðaafmyndun þegar teknar eru myndir með löngum
linsum (athugaðu að það getur verið að brúnir þess svæðis sem
sýnilegt er í leitarnum verði skorið burt í lokamyndinni og að
tími sem það tekur að vinna úr ljósmyndunum áður en hægt er
að vista þær aukist).
Þessi valkostur er eingöngu í boði með G og D gerð af linsum
(PC, fiskauga og ákveðnar aðrar linsur undanskildar).
Litrýmið ákvarðar litaskalann sem tiltækur er fyrir endurmyndun
lita.
Veldu sRGB fyrir ljósmyndir sem munu verða prentaðar eða
notaðar „eins og þær eru“ með engum frekari breytingum.
Adobe RGB er með breiðari litaskala og er mælt með því fyrir
myndir sem munu verða lagfærðar eða unnar mikið eftir að þær
hafa verið fluttar úr myndavélinni.
Auto Distortion Control
(Sjálfvirk bjögunarstýring)
G hnappur C tökuvalmynd
A Lagfæra: Distortion Control (Bjögunarstýring)
Fyrir upplýsingar um hvernig á að búa til afrit af ljósmyndum sem fyrir eru með tunnu- og
nálapúðaafmyndun, sjá blaðsíðu 185.
Color Space (Litrými)
G hnappur C tökuvalmynd
A Color Space (Litrými)
Litrými ákvarðar samsvörunina milli lita og þeirra talnagilda sem tákna þá í stafrænni
myndaskrá.
sRGB litrýmið er notað víða, á meðan að Adobe RGB litarýmið er vanalega notað
fyrir blaðaútgáfu og atvinnuprentun.
Mælt er með sRGB þegar teknar eru ljósmyndir sem á
að prenta án breytinga, eða skoða í forritum sem styðja ekki litabreytingar, eða þegar verið
er að taka ljósmyndir sem á að prenta með ExifPrint, sem er beini prentunarvalkosturinn á
sumum heimilisprenturum, einnig þegar prentað er í gegnum prentverslanir eða aðra
prentþjónustu.
Adobe RGB ljósmyndir má einnig prenta með þessum valkostum, nema litir
munu ekki verða eins líflegir.
JPEG myndir sem teknar eru í Adobe RGB litrýminu eru samhæfðar DCF; forrit og prentarar
sem styðja DCF velja rétt litrými sjálfkrafa.
Ef forritið eða tækið styður ekki DCF, skal velja
viðeigandi litrými handvirkt.
Fyrir frekari upplýsingar, er vísað til skjalanna sem fylgja með
forritinu eða tækinu.
A Nikon hugbúnaður
ViewNX (fylgir með) og Capture NX 2 (fæst sér) velja sjálfkrafa rétt litrými þegar myndir sem
búnar eru til með þessari myndavél eru opnaðar.