Setup and user guide

IS
7
VALMÖGULEIKAR sem hægt er að velja beint með
því að ýta á tiltekinn hnapp
Litir 15
Hjálpar til við að varðveita litinn á þvottinum
með því að þvo hann í köldu vatni (15°C).
Sparar orku sem annars fer í að hita vatnið
jafnframt því að skila hreinum þvotti.
Hentugt fyrir lítið óhreinan, litaðan þvott án bletta.
Ekki hægt að velja fyrir bómull 95 °.
Krumpufrítt
Stuðlar að því að skila þvottinum krumpufríum ef ekki er
hægt að taka hann úr þvottavélinni jótlega eftir að
prógrammi lýkur.
Þvottavélin byrjar að snúa þvottinum með
reglulegu millibili eftir að prógrammi lýkur.
Þvottavélin heldur áfram að snúa þvottinum í 6 klst. eftir
að þvottaprógrammi lýkur. Hægt er að stöðva aðgerðina
hvenær sem er með því að ýta á einhvern hnapp. Lúgan
aæsist og hægt er að taka út þvottinn.
Skömmtun
Hjálpar til við að skammta rétt magn af þvottaefni fyrir
hvern þvott. Áður en þessi valmöguleiki er notaður:
Styrkur þvottaefna á markaðnum er mjög breytilegur.
Þess vegna skaltu laga skammtamagn fyrir
þvottavélina að þvottaefnum sem þú notar.
Auk þess skaltu kanna hvort forstillt vatnsharka á
þvottavél (mjúkt) samsvari vatnshörku á þínum slóðum
og stilla eftir þörfum (sjá „Skömmtun í fyrsta sinn“ í
kaanum Notkun og meðferð).
1) Veldu skömmtun:
Eftir að prógramm og valkostir hafa verið valdir skal
ýta á "Skömmtunarhnappinn" Táknið Skömmtun
kviknar á skjánum.
2) Byrja á prógrammi:
Byrjaðu á prógramminu með því að ýta á hnappinn
„Start/Pause“. – Tromlan snýst til að vigta þvottinn;
síðan birtist á skjánum ráðlagður öldi ml af
þvottaefni.
3) Bæta við þvottaefni:
Dragðu út þvottaefnisskammtarann og helltu því
magni, sem kemur fram á skjánum, í aðalþvotthólf
þvottaefnisskammtarans.
Ef þú hefur valið "Forvask" og ætlar að láta þvottaefni
fyrir forþvottinn líka skaltu hella helmingnum
af ætluðu þvottaefni í forþvottahólð, auk
fulls skammts sem þegar hefur verið látinn í
alþvottahólð.
Í stað þess að láta þvottaefni í skammtarann er líka
hægt að láta það beint í tromluna í þar til gerðu hylki.
Fyrir prógrömm með forþvotti: Hægt er að setja
þvottaefni fyrir forþvottinn í tromluna, en þvottaefni
fyrir aðalþvott þarf að setja í aðalþvottahólf í
skammtaranum. Notaðu þvottaduft í því tilviki í
aðalþvottinn til að tryggja að þvottaefnið verði áfram
í skammtaranum þegar aðalþvottur hefst. Eftir að
þvottaefni hefur verið látið í skal loka
þvottaefnisskammtaranum (eða lúgunni).
4) Ýttu á „Start/Pause“ og haltu inni til að halda
áfram með prógrammið.
VALMÖGULEIKAR sem hægt er að velja
með því að ýta á viðkomandi hnapp
Forþvottur
Hjálpar til við að hreinsa mjög óhreinan þvott
með því að bæta forþvotti við val
þvottaprógramm.
Fyrir mjög óhreinan þvott, t.d. með sandi eða
óhreinindakornum.
Lengir prógrammið um 20 mínútur.
Settu þvottaefni í forþvottahólð á skammtaranum eða
beint inn í tromluna. Notaðu þvottaduft í aðalþvottinn til
að tryggja að þvottaefnið verði áfram í skammtaranum
uns aðalþvottur hefst.
Heit skolun
Prógrammið endar á heitri skolun. slakar á
þráðunum í þvottinum og hann verður þægilega
hlýr viðkomu þegar hann er tekinn út skömmu
eftir að prógrammið endar.
Blettir 1
Hjálpar til við að arlægja alls konar bletti,
nema tu/olíu.
Prógrammið byrjar með þvotti í köldu vatni.
Lengir prógrammið um 10 mínútur.
Undirbúningsmeðferð ráðlögð vegna þrálátra bletta.
Ekki hægt að velja fyrir bómull 95 °.
Mjög óhreint
Hjálpar til við að hreinsa mjög óhreinan þvott
með því að hámarka nýtingu viðbótarefnis við
blettahreinsun.
Bættu við hælegu magni af viðbótarefni til
blettahreinsunar (dufti) í aðalþvottahólð ásamt
þvottaefni (aðeins dufti). Getur lengt prógrammið um
allt að 15 mínútur.
Hentar til notkunar með blettahreinsiefnum, sem
byggjast á súrefni, og bleikiefnum. Ekki má nota klór-
eða perbórat-bleikiefni.
Intensiv skylling
Hjálpar til við að forðast leifar af þvottaefni í
þvottinum með því að lengja skolunarfasann.
Hentar einkar vel fyrir barnafataþvott, fólk með
ofnæmi og landsvæði með mjúku vatni.
Hratt
Flýtir þvotti.
Aðeins ráðlagt fyrir lítið óhreinan þvott.
Ekki hægt að velja fyrir bómull 95 °.
VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR
OG VÍSAR