Notendahandbók
64
h
Sleppistillisnið
Raðmyndatökustillingin ákvarðar hvernig myndavélin tekur myndir: ein í einu, í
samfelldri röð með tímastillingu á opnun lokara seinkun eða með fjarstýringu.
Til að velja sleppisniðið, ýttu á I hnappinn og snúðu aðalstjórnskífunni þar til
stillingin sem óskað var eftir birtist á stjórnborðinu.
A
Biðminnið
Myndavélin er búin biðminni fyrir tímabundna geymslu, sem leyfir tökum að halda áfram á
meðan ljósmyndir eru vistaðar á minniskortið.
Hægt er að taka allt að 100 ljósmyndir í röð;
athugið samt sem áður, að rammatíðni mun minnka þegar biðminnið er fullt.
Á meðan ljósmyndir eru teknar upp á minniskortið, mun aðgengisljósið við hliðina á
minniskortinu lýsa.
Háð því hversu margar myndir eru í biðminninu, getur upptaka tekið allt
frá nokkrum sekúndum upp að nokkrum mínútum.
Ekki fjarlægja minniskortið eða fjarlægja
eða taka úr sambandi aflgjafann þar til aðgengisljósið er slokknað.
Ef slökkt er á myndavélinni á
meðan enn eru gögn í biðminninu, slokknar ekki á aflinu fyrr en allar myndir í biðminninu hafa
verið vistaðar. Ef að rafhlaðan tæmist á meðan enn eru myndir í biðminninu, mun opnun
lokarans verða gerð óvirk og myndirnar fluttar á minniskortið.
Snið Lýsing
8 Stakur rammi
Ein mynd er tekin í hvert skipti og ýtt er á afsmellarann. Aðgengisljósið
mun lýsa á meðan verið er að taka mynd; hægt er að taka hverja mynd
samstundis ef nóg pláss er eftir á biðminninu.
!
Hæg
raðmyndataka
Myndavélin tekur 1-4 ramma á sekúndu þegar afsmellaranum er haldið
inni (bls. 65).
*
Hægt er að velja rammatíðni með sérsniðnu stillingu d6
(CL mode shooting speed (Tökuhraði CL-sniðs); bls. 182).
9
Hröð
raðmyndataka
Myndavélin tekur allt að 4.5 ramma á sekúndu þegar afsmellaranum er
haldið inni (bls. 65).
*
$ Tímamælir
Notað fyrir sjálfsmyndir eða til að draga úr óskýrleika sökum hristings
myndavélar (bls. 66).
"
Fjarstýring með
töf
Þarfnast ML-L3 aukafjarstýringar.
Notað fyrir andlitsmyndir (bls. 68).
# Hraðsvörun
Þarfnast ML-L3 aukafjarstýringar.
Notað til að draga úr óskýrleika
sökum hristings myndavélar (bls. 68).
* Meðaltíðni ramma með EN-EL3e rafhlöðu, handvirkum fókus, handvirkri lýsingu eða lýsingu
með sjálfvirkum forgangi lokara, með lokarahraðann
1
/250 sek. eða hraðar, aðrar stillingar
(sérsniðin stilling d6 er undanþegin, þegar notað er snið raðmyndatöku með litlum hraða)
eru í sjálfgefnum gildum, og eftirstandandi minni í biðminni.
I hnappur Aðalstjórnskífa
Stjórnborð