Notendahandbók
20
X
4 Staðsettu bendilinn í valinni valmynd.
Ýttu á 2 til að staðsetja bendilinn í valinni
valmynd.
5 Auðkenndu atriði valmyndar.
Ýttu á 1 eða 3 til auðkenna valmyndaratriði.
6 Birta valkosti.
Ýttu á 2 til að birta valkosti
valmyndaratriðisins.
7 Auðkenndu valkost.
Ýttu á 1 eða 3 til að auðkenna valkost.
8 Veldu auðkennda atriðið.
Ýttu á J til að velja auðkennda atriðið.
Ýttu á G
hnappinn til að hætta án þess að velja.
Athugaðu eftirfarandi atriði:
• Valmyndaratriði sem eru birt með gráu eru ekki tiltæk í augnablikinu.
• Ef ýtt er á 2 eða í miðju fjölvirka valtakkans hefur það almennt sömu áhrif og ef ýtt
er á J, þó eru sum tilfelli þar sem aðeins er hægt að velja með því að ýta á J.
• Hægt er að hætta í valmyndum og fara aftur í tökustillingu með því að ýta
afsmellaranum niður til hálfs (bls. 35).
A
Notkun stjórnskífanna
Hægt er að nota aðalstjórnskífuna til að hreyfa bendilinn upp og niður, undirstjórnskífuna er
hægt að nota til að hreyfa bendilinn til vinstri og hægri.
Ekki er hægt að nota
undirstjórnskífuna til að velja.