Notendahandbók

124
t
GP-1 GPS búnaðurinn
Hægt er að tengja GP-1 GPS búnaðinn (seldur sér) við aukahlutatengi
myndavélarinnar eins og sýnt er hér fyrir neðan, með því að nota snúruna sem fylgir
með GP-1, þannig eru upplýsingar um gildandi stöðu myndavélarinnar skráðar þegar
myndir eru teknar.
Slökkva þarf á myndavélinni áður en GP-1 er tengt, fyrir frekari
upplýsingar, sjá GP-1 handbókina.
Þegar myndavélin hefur náð sambandi við GP-1, mun táknið
X birtast á stjórnborðinu.
Myndupplýsingar fyrir myndir
teknar á meðan X táknið sést munu innihalda
viðbótarblaðsíðu (bls. 133) um upptöku við gildandi
breiddargráðu, lengdargráðu, hæð yfir sjávarmáli, og
samræmdan alþjóðlegan tíma (UTC).
Ef engar upplýsingar fást frá GP-1 búnaðinum í
tvær sekúndur, mun X táknið hverfa af skjánum og myndavélin mun hætta að skrá
GPS upplýsingar.
A
GPS upplýsingar
GPS upplýsingar eru eingöngu skráðar þegar X táknið sést.
Staðfestu að X táknið sjáist á stjórnborðinu áður en myndataka
hefst.
Blikkandi X tákn gefur til kynna að GP-1 sé að leita að merki;
myndir sem teknar eru meðan að X táknið blikkar munu ekki
innihalda GPS upplýsingar.