User manual

1.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Lesið þessa notendahandbók vandlega
áður en heimilistækið er sett upp og
notað í fyrsta skipti, þar á meðal öll
heillaráð og aðvaranir, til að tryggja
öryggi og rétta notkun. Til að koma í
veg fyrir óþarfa mistök og slys er mik-
ilvægt að tryggja að allir sem nota
heimilistækið hafi kynnt sér notkun og
öryggisatriði þess. Geymið þessar leið-
beiningar og tryggið að þær fylgi
heimilistækinu ef það er fært eða selt
svo að allir notendur þess geti kynnt
sér notkun og öryggisatriði þess til
fullnustu.
- Lesið leiðbeiningahandbókina
áður en heimilistækið er notað.
1.1 Almennt öryggi
Það er hættulegt að breyta eiginleik-
um eða á annað borð reyna að breyta
þessari vöru á nokkurn hátt
Þetta heimilistæki er ekki ætlað fólki
(að börnum meðtöldum) með skerta
skynjun, skerta andlega getu eða litla
reynslu og þekkingu nema viðkomandi
sé undir eftirliti eða leiðsögn persónu,
sem ber ábyrgð á öryggi viðkomandi
Tryggið að lítil börn og gæludýr klifri
ekki inn í tromluna. Skoðið inn í troml-
una fyrir notkun til að fyrirbyggja slíkt.
Hlutir eins og smápeningar, nælur,
naglar, skrúfur, steinar eða aðrir harðir,
hvassir hlutir geta valdið miklu tjóni og
því má alls ekki setja þá í vélina.
Hluti eins og svampgúmmí (latex-
kvoðu), sturtuhettur, vatnsheldar textíl-
vörur (ef það er ekki til staðar neitt sér-
stakt þurrkkerfi), efni með gúmmíund-
irlagi og föt eða kodda með svamp-
gúmmípúðum á ekki að setja í þurrkar-
ann.
Gætið þess að rafmagnsklóin sé að-
gengileg eftir uppsetningu.
Takið heimilistækið alltaf úr sambandi
eftir notkun, þrif og viðhald.
Reynið ekki undir neinum kringum-
stæðum að gera við vélina upp á eigin
spýtur. Ef óreyndir aðilar reyna
framkvæma viðgerðir getur það valdið
meiðslum eða alvarlegri bilun. Hafið
samband við viðgerðaraðila á staðn-
um. Farið alltaf fram á að upprunalegir
varahlutir frá framleiðanda séu notaðir.
Hluti sem hafa fengið á sig bletti frá
matarolíu, asetóni, bensíni, steinolíu,
blettahreinsiefnum, terpentínu, vaxi og
vaxhreinsiefnum verður að þvo fyrst í
heitu vatni með aukaskammti af
þvottaefni áður en þeir mega fara í
þurrkara.
Sprengihætta: Aldrei skal setja hluti í
þurrkarann sem hafa komist í snertingu
við eldfim leysiefni (bensín, spritt, fata-
hreinsunarvökva eða skyld efni). Þar
sem þessi efni eru rokgjörn geta þau
valdið sprengingu. Þurrkarinn er ein-
ungis fyrir vatnsþveginn þvott.
Eldhætta: hlutir sem hafa fengið á sig
bletti frá jurta- eða matarolíu eru eld-
fimir og því skal ekki setja þá í þurrkar-
ann.
Ef blettahreinsir var notaður á þvottinn
verður að framkvæma aukaskolun í
þvottavélinni áður en þvottur er settur
í þurrkarann.
Tryggið að gaskveikjarar eða eldspýtur
gleymist ekki í vösum á þvotti þar sem
þau kynnu að vera sett inn í heimilis-
tækið
Vatn þéttisins er ekki hæft til drykkjar
eða til þess að laga mat. Það getur
valdið heilsufarsvandamálum hjá fólki
og gæludýrum.
Ekki sitja eða halla þér að hleðsludyr-
unum. Tækið getur farið á hliðina.
AÐVÖRUN
Eldhætta! Til að forðast
sjálfsíkveikju skal ekki stöðva
þurrkarann áður en þurrk-
hringrás lýkur, nema öll föt
séu fjarlægð strax út úr
þurrkaranum og þau viðruð
þannig að hitinn hverfi burt.
Ekki má láta ló og skaf safn-
ast saman í kringum þurrkar-
ann.
Hætta á raflosti Ekki skal þvo heimilis-
tækið með því að sprauta á það vatni.
Lokastigið í þurrkuninni er hitalaust
(kæling) til að tryggja að þvotturinn
ÍSLENSKA 3