User manual

Ef þurrkarinn er settur ofan á þvottavél skal nota
hleðslusettið. Aðeins er hægt að nota hleðslusettið,
sem fáanlegt er hjá viðurkenndum söluaðila, með
heimilistækinu sem tilgreint er í leiðbeiningunum sem
fylgja með aukahlutnum. Lestu þær vandlega fyrir
uppsetningu (sjá uppsetningarbæklinginn).
Hægt er að setja heimilistækið upp sem frístandandi
eða undir eldhúsbekk, sé rétt rými til staðar (sjá
uppsetningarbæklinginn).
Ekki má setja heimilistækið upp á bakvið læsanlega
hurð, rennihurð eða hurð með lömum á gagnstæðri
hlið, sem myndi koma í veg fyrir að hurð
heimilistækisins opnist til fulls.
Teppi, mottur eða einhverjar gólfábreiður mega ekki
hylja lofttúðurnar undir tækinu.
VIÐVÖRUN: Ekki má veita rafmagni að heimilistækinu
gegnum utanáliggjandi skiptibúnað, eins og tímastilli,
eða tengja það við rafrás sem veita kveikir og slekkur
reglulega á.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok uppsetningarferlisins.
Gakktu úr skugga um að klóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ef rafmagnssnúra er skemmd verður framleiðandi,
viðurkennd þjónustumiðstöð, eða svipað hæfur aðili
að endurnýja hana til að forðast hættu vegna
rafmagns.
Farðu ekki umfram hámarkshleðslu upp á 7 kg (sjá
kaflann „Þvottakerfistafla“).
Notaðu ekki heimilistækið ef hlutir hafa óhreinkast af
iðnaðarefnum.
Þurrkaðu burt ló eða umbúðarusl sem hefur safnast
upp í kringum tækið.
Notaðu ekki heimilistækið án síu. Hreinsaðu kusksíur
fyrir eða eftir hverja notkun.
Settu ekki óþveginn þvott í þurrkarann.
Hluti sem hafa fengið á sig bletti frá matarolíu,
asetóni, alkóhóli, bensíni, steinolíu,
www.aeg.com
4