User manual

28
Uppsetningarstaður
Athugið! Ekki má nota vélina í rými þar sem hætta er á að hiti fari
niður fyrir frostmark. Hætta á frostskemmdum eða skertri virkni vélar!
Ábyrgð vélarinnar nær ekki yfir frostskemmdir!
Undirlag verður að vera hart og jafnt. Ekki setja vélina upp á
gólfteppi eða mjúku undirlagi.
Flöturinn sem vélin stendur á verður að vera hreinn og þurr og laus
við smurningu eða fitulag sem gæti látið vélina renna til.
Ef smáar flísar eru undir þar sem setja á vélina upp skal setja
venjulega gúmmimottu undir.
Þegar vélin á að standa á sökkli:
Til að vélin standi örugg á sökklinum
þarf að setja upp undirlagsplötur,
sem vélinni er komið fyrir á.
Þegar vélin á að standa á gólfi sem getur titrað, t.d. fjalagólfi:
Stillið vélinni upp í horni ef það er hægt.
1.Skrúfið vatnsþolna viðarplötu (a.m.k. 15 mm þykka) á a.m.k. tvo bjálka í
gólfinu.
Uppsetning tækis
Hinir fjórir fætur vélarinnar eru
fyrirfram stilltir.
Hægt er að vinna gegn miklum
ójöfnum í undirlagi með því að stilla
einn eða fleiri fætur á nýtt. Notið
til þess sérstakan lykil, sem fylgir
með.
Athugið! Ekki laga ójöfnur í gólfi
með því að leggja fjöl, pappa eða
annað undir vélina, heldur lagið þær
með því að laga til fæturna, sem
hægt er að stilla hæðina á.