User manual

Til að komast að því hvert herslustig
vatns er þar sem þú býrð skaltu hafa
samband við vatnsveituna á staðnum.
Notaðu rétt magn af vatnsmýkingarefni.
Fylgdu leiðbeiningunum sem er að finna
á umbúðum vörunnar.
12. UMHIRÐA OG ÞRIF
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
12.1 Hreinsun að utan
Hreinsaðu heimilistækið eingöngu með
mildri sápu og volgu vatni. Þurrkaðu alla
fleti til fulls.
VARÚÐ!
Ekki nota áfengi, leysiefni
eða kemískar vörur.
12.2 Kalkhreinsun
Ef herslustig vatnsins á þínu
svæði er hátt eða meðalhátt
mælum við með að þú notir
vatnskalkshreinsivöru fyrir
þvottavélar.
Kannaðu reglulega tromluna til að
athuga með uppsöfnun kalkskánar.
Venjulegt þvottaefni inniheldur þegar
vatnsmýkjandi efni, en við mælum með
að af og til sé keyrt kerfi með tómri
tromlu og afkalkandi vöru.
Fylgdu alltaf
leiðbeiningunum sem er að
finna á umbúðum vörunnar.
12.3 Viðhaldsþvottur
Endurtekin og langvarandi notkun
lághitakerfa getur valdið útfellingum
þvottaefnis, kuskleifum, bakteríuvexti og
myndun sýklaskánar inni í tromlunni og í
belgnum. Þetta getur myndað vonda lykt
og myglu.
Til að koma í veg fyrir þessar útfellingar
og til að hreinsa innri hluta
heimilistækisins skal keyra viðhaldsþvott
reglulega (að minnsta kosti
mánaðarlega):
1. Taktu allan þvottinn úr tromlunni.
2. Keyrðu bómullarkerfið á hæsta
hitastigi og með svolitlu þvottadufti.
12.4 Hurðarþétting
Skoðaðu hurðarþéttinguna reglulega og
fjarlægðu allar agnir að innanverðu.
12.5 Tromlan hreinsuð
Kannaðu tromluna reglulega til að koma í
veg fyrir ryðagnir.
Fyrir fulla hreinsun:
1. Hreinsaðu tromluna með sérstökum
vörum fyrir ryðfrítt stál.
Fylgdu alltaf
leiðbeiningunum sem er að
finna á umbúðum vörunnar.
2. Keyrðu stutt bómullarkerfi á miklum
hita með tóma tromlu og með litlu
magni af þvottadufti til að skola út
allar leifar sem eftir eru.
12.6 Þvottaefnisskammtarinn
hreinsaður
Til að koma í veg fyrir mögulega
útfellingu þurrkaðs þvottaefnis eða
mýkingarefnisköggla og/eða myndun
myglu í skömmtunarhólfi þvottaefnis,
skaltu framkvæma eftirfarandi
hreinsunarferli af og til:
1. Opnaðu skúffuna. Ýttu hespunni
niður á við eins og gefið er til kynna á
myndinni og togaðu hana út.
ÍSLENSKA
27