User manual

10.6 Hefja þvottakerfi
Snertu Kveikt/Hlé-hnappinn til að ræsa
kerfið.
Tengdur vísir hættir að leiftra og helst
logandi.
Á skjánum byrjar vísir fyrir stigið sem er í
gangi að leiftra og vísir fyrir
hámarkshleðslu slokknar.
Kerfið byrjar, hurðin er læst. Skjárinn sýnir
vísinn .
Tæmingardælan getur
gengið í stuttan tíma áður en
heimilistækið fyllist af vatni.
10.7 Kerfi sett í gang með
seinkun ræsingar
1. Snertu hnappinn Tímaval endurtekið
þar til skjárinn sýnir óskaðan
seinkunartíma. Vísirinn
kviknar.
2. Snertu Kveikt/Hlé-hnappinn.
Heimilistækið byrjar niðurtalningu á
seinkun ræsingar.
Að niðurtalningu lokinni fer kerfið í gang.
PROSENSE-matið hefst við
lok niðurtalningarinnar.
Hætt við seinkaða ræsingu
eftir að niðurtalning er hafin
Til að hætta við seinkaða ræsingu:
1. Snertu hnappinn Kveikt/Hlé til að
heimilistækið geri hlé. Tengdur vísir
leiftrar.
2. Snertu endurtekið hnappinn Tímaval
þar til skjárinn sýnir .
3. Snertu hnappinn Kveikt/Hlé aftur til
að setja kerfið samstundis í gang.
Seinkaðri ræsingu breytt eftir
að niðurtalning er hafin
Til að breyta seinkaðri ræsingu:
1. Snertu hnappinn Kveikt/Hlé til að
heimilistækið geri hlé. Tengdur vísir
leiftrar.
2. Snertu hnappinn Tímaval endurtekið
þar til skjárinn sýnir óskaðan
seinkunartíma.
3. Snertu hnappinn Kveikt/Hlé aftur til
að hefja nýja niðurtalningu.
10.8 ProSense-
hleðslugreiningin
Vísað er til tímalengdar
kerfisins á skjánum sem
miðlungs/mikil hleðsla.
Þegar þú hefur snert Kveikt/Hlé-
hnappinn slokknar vísir fyrir hámarks
skilgreinda hleðslu, vísirinn leiftrar,
ProSense byrjar hleðslugreiningu á
þvottinum:
1. Heimilistækið greinir hleðsluna á
fyrstu 30 sekúndunum: Vísirinn og
tímadeplarnir leiftra, tromlan snýst
stuttlega.
2. Við lok hleðslugreiningarinnar
slokknar vísirinn og tímadeplarnir
hætta að leiftra. Tímalengd kerfisins
verður aðlöguð í samræmi við það
og gæti lengst eða styttst. Eftir 30
sekúndur í viðbót byrjar vatnið að
fylla vélina.
Í lok hleðslugreiningarinnar, ef um er að
ræða ofhleðslu tromlu leiftrar vísirinn
á skjánum:
Í þessu tilfelli er hægt að gera hlé á
heimilistækinu í 30 sekúndur og fjarlægja
umframfatnaðinn.
Þegar umframfatnaðurinn hefur verið
fjarlægður skaltu snerta Kveikt/Hlé-
hnappinn til að ræsa kerfið aftur. Hægt er
að endurtaka ProSense-stigið allt að
þrisvar sinnum (sjá punkt 1).
Mikilvægt! Ef magnið af þvotti er ekki
minnkað hefst þvottakerfið samt sem
áður, þrátt fyrir ofhleðsluna. Í þessu tilfelli
verður ekki hægt að ábyrgjast besta
þvottaárangur.
Um 20 mínútum eftir að
kerfið hefst væri hægt að
aðlaga tímalengd kerfisins
aftur eftir því hversu mikið
vatn fataefnið dregur í sig.
ProSense-greiningin er
aðeins framkvæmd með
heilum þvottakerfum (engum
stigum sleppt).
ÍSLENSKA 23