User manual
a. Stöðva kerfið og opna hurðina
(sjá „Hurðin opnuð þegar kerfi
eða seinkuð ræsing er í gangi“);
b. dreifa þvottinum með höndunum
þannig að flíkurnar séu jafnt
dreifðar um belginn;
c. ýta á Kveikt/Hlé-hnappinn.
Vindingin heldur áfram.
11.2 Erfiðir blettir
Á suma bletti dugar ekki vatn og
þvottaefni.
Við mælum með að þú for-meðhöndlir
þessa bletti áður en þú setur flíkurnar í
heimilistækið.
Sérstakir blettaeyðar eru fáanlegir.
Notaðu réttan blettaeyði fyrir þá gerð
bletta og efnis sem um ræðir.
11.3 Þvottaefni og aðrar
meðferðir
• Aðeins skal nota þvottaefni og aðrar
meðferðir sem eru gerð sérstaklega
fyrir þvottavélar:
– Duftþvottaefni fyrir allar tegundir
efna,
– duftþvottaefni fyrir viðkvæm efni
(40°C hámark) og ull,
– fljótandi þvottaefni, helst fyrir
þvott á lágu hitastigi (60°C
hámark) fyrir öll efni, eða sérstök
þvottaefni fyrir ull eingöngu.
• Ekki blanda saman ólíkum gerðum
þvottaefna.
• Til að vernda umhverfið skaltu ekki
nota meira en ráðlagt magn af
þvottaefni.
• Fylgdu leiðbeiningunum sem þú
finnur á umbúðum þvottaefnanna eða
annarra meðferðarefna án þess að
fara umfram þá hámarksstöðu sem
gefin er til kynna ( ).
• Notaðu ráðlögð þvottaefni fyrir
tegund og lit fataefnanna, hitastig
kerfisins og óhreinindastig.
11.4 Vistfræðileg heillaráð
• Stilltu kerfi án forþvottar þegar
þveginn er venjulega óhreinn þvottur.
• Byrjaðu alltaf þvottakerfi með hámarks
leyfilegt magn af þvotti.
• Ef þú for-meðhöndlar blettina getur
þú notað blettaeyði þegar þú stillir
kerfi með lágu hitastigi.
• Til að nota rétt magn af þvottaefni
skaltu athuga herslu heimilsvatnsins.
Sjá „Harka vatns“.
11.5 Harka vatns
Ef hörkustig vatnsins á þínu svæði er hátt
eða meðalhátt mælum við með að þú
notir bætiefni til að mýkja vatnið. Á
svæðum þar sem hörkustig vatns er
mjúkt er ekki nauðsynlegt að nota það.
Til að komast að því hvert hörkustig vatns
er þar sem þú býrð skaltu hafa samband
við vatnsveituna á staðnum.
Notaðu rétt magn af bætiefni fyrir
mýkingu vatns. Fylgdu leiðbeiningunum
sem er að finna á umbúðum vörunnar.
12.
UMHIRÐA OG ÞRIF
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
12.1 Hreinsun að utan
Hreinsaðu heimilistækið eingöngu með
mildri sápu og volgu vatni. Þurrkaðu alla
fleti til fulls.
VARÚÐ!
Ekki nota áfengi, leysiefni
eða kemískar vörur.
VARÚÐ!
Hreinsaðu ekki málmfleti
með hreinsiefni á klórgrunni.
12.2 Kalkhreinsun
Ef herslustig vatnsins á þínu
svæði er hátt eða meðalhátt
mælum við með að þú notir
vatnskalkshreinsivöru fyrir
þvottavélar.
www.aeg.com52